Unnur Dís Skaptadóttir / Anna Wojtynska

Aljóðleg þorp á Vestfjörðum: heimili eða vinnustaður?
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig innflytjendur sem flust hafa til Vestfjarða meta hvernig þeir aðlagast samfélaginu í ljósi reynslunnar af búferlaflutningum. Greindar eru þverþjóðlegar venjur sem tengja innflytjandann til tveggja staða; annars vegar heimalandi sínu og hins vegar áfangastaðnum. Hvernig hefur reynslan við að flytja á nýjan stað haft áhrif á sjálfsmynd og tilfinningu þeirra um að tilheyra samfélaginu?

Unnur Dís Skaptadóttir er lektor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið að rannsóknum á sjávarþorpum á Ísland og er um þessar mundir að vinna að rannsóknum um málefni innflytjenda.

Anna Wojtynska er doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Ísland. Hún rannsakar pólska innflytjendur á Ísland, með sérstaka áherslu á fiskiðnaðinn.