Barbara Neis

Endurreisn eftir hrun þorskstofnsins í Nýfundnalandi og Labrador: Að leggja grunn að nýju lífi fyrir farandverkamenn og innflytjendur?
Dr. Barbara Neis er einn af framkvæmdastjórum SafetyNet. SafetyNet er rannsóknarátak sem snertir svið heilbrigðis- og öryggismál í sjávarútveginum og er unnið í samstarfi við Memorial University, St John´s á Nýfundalandi. Barbara Neis gegnir stöðu prófessors í félagsvísindadeildinni og er meðlimur í Trudeau-stofnunni. Barbara Neis hlaut doktorsgráðu sína frá Háskólunum í Toronto árið 1988. Hún hefur unnið að ýmsum rannsóknum tengdum sjávarútvegi bæði á Nýfundnalandi og Labrador. Nýlega hóf hún að tengja fyrrum rannsóknir sínar við alþjóðlega þróun í sjávarútvegi. Rannsóknarsvið Barbara er breitt og snertir svið frá atvinnusjúkdómum og krabbadýrum til öryggis fiskíláta og félags- og heilbrigðislegra áhrifa á uppbyggingu í sjárvarútveginum í Nýfundnalandi og Labrador. Þetta eru aðeins örfá dæmi yfir þær fjölda rannsókna sem Barbara Neis hefur unnið að. Rannsóknir Barböru Neis hafa hlotið ýmsa styrki.

Restructuring in the Newfoundland and Labrador Fishery: Laying the Foundation for Migrant and Immigrant Workers? (pdf)

Brenda Grzetic

Árstíðabundnir búferlaflutningar frá sjávarþorpum í Nýfundnalandi, Kanada.
Grzetic fjallar í fyrirlestri sínum um árstíðabundin störf í fiskvinnslu þar sem starfsmenn flytjast árstíðabundið frá Nýfundalandi og Labrador til að vinna í fiskvinnslustöðvum í öðrum héruðum í Kanada. Í fyrirlestrinum er einblínt á atvinnu- og húsnæðismál, helstu árekstra og takmarknir á fjárfestingum.

Brenda Grzetic er doktorsnemi í þverfaglegu námi við Dalhousie Universisty, Kanada. Megin viðfangsefnið í rannsóknum Grzetic eru upplifun fjölskyldunnar á árstíðabundnum búferlaflutningum frá sjávarþorpum í Nýfundnalandi og Labrador. Rannsóknin sem hún kynnir hér er framhald af verkefninu “Coasts Under Stress” (Álag á strandsvæðasamfélög) þar sem athugað var hvaða áhrif endurskipulagning útgerða og fiskveiða hafði á fjölskyldlíf og heimilishald. Í meistaraverkefni Grzetic skoðaði hún reynslu og upplifun kvenna af störfum á fiskibátum.

David Bruce

Að skapa opið samfélag: dæmi frá dreifbýlisstöðum í Nova Scotia, Kanada.
Í fyrirlestrinum er fjallað um reynslu Cumberland County í Nova Scotia þar sem barist var við búferlaflutninga ungs fólks frá svæðinu og skort á vinnuafli. Búin var til áætlun um aðgerð til að fjölga íbúum þar sem reynt var að höfða til innflytjenda og ungs fólks. Ein helsta áhersla átaksins var að setja á laggirnar svokallaða landnámshópa sem áttu að aðstoða við að byggja upp opið samfélag og auðvelda nýjum íbúum að setjast að á svæðinu.

David Bruce er með B.A. gráðu í landafræði frá Mount Allison University og meistaragráðu í landafræði frá UBC. Hann er aðjúnkt í landafræði við Mount Allison University og forstöðumaður Rural and Small Town Programme við sama skóla.

David er hefur sérhæft sig í rannsóknum á þróun dreifðbýlissamfélaga og má þar nefna sérstaklega málefni eins og t.d. atvinnuþróun, efnahagsþróun og þróun upplýsingatækni í dreifbýli.

Hann hefur tekið þátt í yfir fimmtíu rannsóknum og verkefnum á þessu sviði í dreifbýli Kanada. David er einn rannsakenda í stórri rannsókn sem nefnist “Building Capacity of Rural Communities in the New Economy” (Uppbygging landsbyggðarinnar í hinu nýja hagkerfi). Hann leiðir þar rannsóknir í fjarskiptum. Árin 2002-2004, starfaði David sem fjármálastjóri í samtökunum Canadian Rural Revitalization Foundation, en þau vinna að því að styrkja stoðir landsbyggðarinnar. Á síðustu árum hefur David unnið að verkefnum tengdum hreyfanleika fjólksfjöldans og búferlaflutningum. Hann er höfundur skýrslu um fjölgun fólks á landsbyggðinni, sem unnin var fyrir kanadíska landsbyggðarráðuneytið árið 2005 og hann hefur unnið með mörgum sveitarfélögum og svæðisstofnunum við að þróa stefnumótun þar sem einblínt er á sambandið milli atvinnuþróunar, íbúafjölda og búferlaflutninga.

David Bruce, Director, Rural and Small Town Programme
Adjunct Professor, Department of Geography
Mount Allison University
144 Main St., Sackville NB E4L 1A7
506-364-2395 fax 506-364-2601
dwbruce@mta.ca This email address is being protected from spam bots, you need Javascript enabled to view it , www.mta.ca/rstp

1. Regional Economic Development agencies
We have groups similar to the one in the Westfjords who are doing lots of work on all kinds of development activities
www.creda.net the group with whom we developed the repopulation strategy
www.nsarda.ca is the province-wide umbrella organization representing 13 such agencies

2. Research
- www.canada.metropolis.net - this is the homepage for the national network of research on migration and immigration, mostly urban-based.... go to the Atlantic network www.atlantic.metropolis.net for more rural and small town stuff - www.brandonu.ca/rdi/publications.asp#rural_immigration have done interesting things of interest to you
- www.ruralnovascotia.ns.ca

3. Federal government resources
- www.rural.gc.ca has some links on immigration and population issues
- www.cic.gc.ca/english/index.html - has all kinds of stats and programs and information of interest; they also have something called "Attracting and Retaining Immigrants: A Tool Box of Ideas for Smaller Centres" but I cannot find a web link for it.

Tenglar:

Hafliði H Hafliðason

Svona gerum við.
Verkefnisstjóri hjá Þróunarfélagi Austurlands, vinnur náið með Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi og öðrum hagsmunaaðilum að málefnum innflytjenda. BA í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og MA í Global Political Economy frá University of Sussex.

Á Austurlandi hefur hlutfall innflytjenda af íbúafjölda hækkað jafnt og þétt síðustu ár. Fyrir liggur að sveitarfélögin hafa ekki mótað sér stefnu varðandi þjónustu við þessa einstaklinga og víðast er hún því óviðunandi. Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þótti því nauðsynlegt að kanna vel þarfir og aðstæður innflytjenda í austfirsku samfélagi.

SSA hefur verið virkur þátttakandi í umræðu og verkefnum tengdum innflytjendum í landshlutanum síðustu ár. Samþykkt var á aðalfundi SSA árið 2005 að skipa starfshóp um málefni innflytjenda á Austurlandi, þar sem kanna átti stöðu þeirra í fjórðungnum og vinna skýrslu sem gæti verið leiðarvísir fyrir hagsmunaaðila. Í framhaldinu kallaði SSA til liðs við sig sveitarfélög, einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök ásamt fulltrúum innflytjenda til að vinna verkefni um bætta þjónustu við innflytjendur á Austurlandi. Sérstök fimm manna verkefnisstjórn fékk það hlutverk á vordögum 2006 að móta og vinna verkefnið. Frá þeim tíma hafa verið haldnir fundir hjá verkefnisstjórn, verkefnahópar unnið og hagsmunaaðilar og sérfræðingar verið kallaðir til. Haldið var málþing í lok september 2006 og í febrúar 2007 kom út skýrslan Svona gerum við. Leiðir að fjölmenningarlegu samfélagi á Austurlandi. Efni fyrirlestursins er byggt á þeirri vinnu sem liggur að baki skýrslunni.

Kristín E. Harðardóttir

Hvað vitum við um innflytjendur á Vestfjörðum?
Í fyrirlestrinum er fjallað um viðhorf innflytjenda á Vestfjörðum til mismunandi þátta í líf þeirra. Hvert er viðhorf þeirra til búsettu, vinnu, upplýsingarflæði um réttindi og skyldur, menntunnar og starfsupplifun? Höfum við nægilega þekkingu um stöðu og líf innflytjenda á Íslandi? Ef ekki, hvaða þekkingu vantar okkur um þá stöðu og líf þeirra hérna?

Kristín Harðardóttir er framkvæmdastjóri Mannfræðistofnun Háskóla Íslands. Hún hefur unnið í samstarfi við Fjölmenningarsetrið, félagsvísindadeild Háskóla Íslands og félagsmálaráðuneytið að rannsóknum um viðhorf innflytjenda sem vinna og búa á Íslandi.

Magnfríður Júlíusdóttir

Ímyndir um framtíð byggða.
Hlutverk innflytjenda á byggðaþróun og framtíðarsýn
Í kjölfar umræðna um hnattvæðingu og ábyrgð byggðarlaga á stefnumótun í byggðaþróun, hafa sveitarfélög og landshlutasamtök á Íslandi lagt aukna vinnu í mótun framtíðarsýnar fyrir afmörkuð svæði. Gjarnan er lögð áhersla á sköpun nýrrar ímyndar sem sækir í sögu og sérkenni svæðisins. Í erindinu verður þessi þróun tengd fjölgun fólks af erlendum uppruna víða um landið með áherslu á Vestfirði og Austurland. Velt er upp spurningum um hvort og þá hvernig fólk af erlendum uppruna sé sýnilegt í framtíðarsýn um þróun byggðarlaga, m.a. í vaxtarsamningum. Rýmist fjölmenning innan nýrra áherslna í ímyndunarsköpun?

Magnfríður Júlíusdóttir er lektor í landafræði við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni í rannsóknum hafa verið búferlaflutningar og kynjasjónarhorn í byggðaþróun bæði í sunnanverðri Afríku og á Íslandi.

Images of the future region - Immigrants in regional development policy and visions (pdf)

Marit Anne Aure

Hvernig fólk verður að farandverkamönnum.
Búferlaflutningar frá sjávarþorpinu Teribeka í Rússlandi til sjávarþorpsins Båtsfjord í norður Noregi voru vandlega skipulagðir. Félags-, efnhags- og menningarlegir þættir höfðu áhrifa á val á innflytjendum og einnig á flutningsferlið fyrir fólkið. Áhrifa gætti einnig í framleiðsluiðnaðinum og í samfélaginu í Noregi.

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig fólk gerist farandverkmenn og hvaða merkingu það hefur fyrir líf þeirra. Í fyrirlestrinum er því einblínt á ferilinn áður en einstaklingurinn flytur til nýs staðar og hvaða þættir í fyrri reynslu einstaklings spila inn í og hafa áhrif við komu hans og aðlögun á nýjum stað.

Rannsókn Marit Anne Aure er hluti af doktorsverkefni hennar. Í verkefninu er fjallað um búferlaflutninga sem þverþjóðlega tengingu á milli tveggja strandsamfélaga. Í verkefninu eru búferlaflutningar skoðaðir innan ramma staðbundinnar þróunar á norðlægum slóðum og horft er sérstaklega til þess hvernig innflytjendur aðlagast nýjum siðum á nýjum stað og um leið innleiða hluta af sínum venjum á hinum nýja stað. Þannig breyta búferlaflutningar oft samfélaginu bæði efnhagslega og félagslega.

Marit Aure hlaut menntun sína í skipulags- og samfélagsfræðideild við Háskólann í Tromsø, Noregi. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá UNESCO við verkefni sem nefnist MOS CCPP og sem fyrirlesari við Kennaraháskólann í Tromsø. Marit Aure starf nú við Northern Feminist University í Steigen. Rannsóknaráhugasvið hennar liggja á sviði innflytjendamála, kvennalandafræði, staðbundinnar sem og alþjóðlegrar þróunar og kynjafræði.

Tenglar:

Philomena de Lima

Réttindi frekar en fjöldi – Aðlögun innflytjenda í dreifbýlum samfélögum.
Í fyrirlestrinum er greint frá rannsóknum á eþnískum minnihlutahópum og farandverkamönnum á dreifbýlisstöðum í Bretlandi og bent á framtíðarmöguleika.

Philomena de Lima hefur gefið út bækur og hafa greinar hennar birst í þekktum ritum um málefni innflytjenda. Árið 2001 koma fyrsta bók hennar út um málefni innflytjenda og dreifbýli, Needs not Numbers. Einnig má nefna ritgerð hennar “An inclusive Scotland” sem birtist nýlega í Rural Racism.

Hún hefur unnið markvisst að rannsóknum varðandi stöðu innflytjenda í dreifbýli. Hún aðstoðaði við rannsóknir á þjóðernisminnihlutahópum í Skotlandi árið 2001, árið 2004 lauk hún rannsókn á aðgengi innflytjenda að framhaldsmenntun í skosku hálöndunum og eyjunum í kringum Skotland, árið 2005 vann hún að samstarfsverkefni við Miðstöð rannsókna um málefni innflytjenda (Sabhal MOR Ostaig) þar sem staða innflytjenda í skosku hálöndunum og eyjunum í kringum Skotland var rannsökuð. Nýlega lauk hún athugun á farandverkamönnum í Grampian héraði í Skotlandi.

Rights not Numbers - The Challenges for Integration in Rural Communities (Scotland) (pdf)

Philomena De Lima
Development Officer/Researcher
UHI PolicyWeb
Great Clen House
Leachkin Road
Inverness IV3 8NW

Tenglar:
http://www.crfr.ac.uk
http://www.policyweb.uhi.ac.uk

Roland Beshiri

Innflytjendur í dreifbýli Kanada.
Gagnkvæm aðlögun eða einangrun. Þróun og stefna í sjávarbyggðum og dreifbýli. Í fyrirlestrinum mun Roland lýsa félags- og efnahagslegum skilyrðum innflytjenda á dreifbýlistöðum í Kanada. Samanburður er gerður á milli innflytjenda sem komu á mismunandi tímum til Kanada og innfæddum Kanadabúum. Roland mun fjalla um sveitarfélög í dreifbýli í Kanada þar sem hátt hlutfall innflytjenda búa. Kynnt verður könnun sem framkvæmd var af Hagstofu í Kanada þar sem athugað var hver helsta ástæðan var fyrir dvöl eða brottflutningi innflytjenda af ákveðnum svæðum.

Roland Beshiri hefur starfað síðust 10 ár hjá Hagstofu Kanada. Af þeim árum hefur hann unnið í fimm ár við að greina upplýsingar tengdar dreifbýlisstöðum í Kanada. Hann hefur skrifað fjölda fréttagreina tengdar landsbyggðarmálum í Kanada og þar á meðal um innflytjendamál í Kanada. Hægt er að nálgast þessar og fleiri greinar um greiningu dreifbýlis Kanada á http://www.statcan.ca

Roland hefur unnið hjá ýmsum opinberum stofnunum í Ontario og meðal frumbyggjasamfélaga í Bresku Kólumbíu. Hann lauk meistaranámi í þróun og skipulagi í dreifbýli frá Háskólanum í Guelph árið 1994.

Research and Statistics

Rural Secretariat, Agriculture and Agri-food Canada
Use the SEARCH function with 'Immigrants' to find 131 documents about RURAL community discussions regarding immigration as part of community development. Also there are government policy documents. I have not looked very much at these documents but from what I have seen all these documents do not discuss immigration programs, policy or community interests in any great detail.

www.statcan.ca/start.html
or
http://cansim2.statcan.ca
Go to the Statistics Canada site, 'Analytical Studies', use the SEARCH function with 'Immigrants' to find 72 detailed studies.

Fyrirlestrar

Unnur Dís Skaptadóttir / Anna Wojtynska

Aljóðleg þorp á Vestfjörðum: heimili eða vinnustaður?
Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig innflytjendur sem flust hafa til Vestfjarða meta hvernig þeir aðlagast samfélaginu í ljósi reynslunnar af búferlaflutningum. Greindar eru þverþjóðlegar venjur sem tengja innflytjandann til tveggja staða; annars vegar heimalandi sínu og hins vegar áfangastaðnum. Hvernig hefur reynslan við að flytja á nýjan stað haft áhrif á sjálfsmynd og tilfinningu þeirra um að tilheyra samfélaginu?

Unnur Dís Skaptadóttir er lektor í mannfræði við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið að rannsóknum á sjávarþorpum á Ísland og er um þessar mundir að vinna að rannsóknum um málefni innflytjenda.

Anna Wojtynska er doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Ísland. Hún rannsakar pólska innflytjendur á Ísland, með sérstaka áherslu á fiskiðnaðinn.

Wolfgang Bosswick

Staðbundinn stefnumótun varðandi aðlögun innflytjenda – niðurstöður evrópskrar rannsóknar
Reynslan og empírískar sannanir hafa sýnt að aðlögun innflytjenda er ákveðið aðlögunarferli inn í sérstakar staðbundnar aðstæður. Því er staðbundin stefnumótun í innflytjendamálum mjög mikilvæg fyrir þetta ferli. Stórborgir í Evrópu hafa mikla reynslu í að koma á staðbundinni innflytjendastefnu en minni borgir og dreifbýlisstaðir eru að byrja að þróa stefnumótun í innflytjendamálum og að reyna hrinda þeim í framkvæmd. Í fyrirlestrinum mun Bosswick kynna skýrslu sem verið er að vinna í Evrópuverkefni þar sem 30 borgir eru þátttakendur.

Wolfgang Bosswick er fæddur árið 1965. Hann er menntaður félagsfræðingur hjá University of Erlangen-Nurembert í Þýskalandi. Hann nam auk þess félagsmannfræði, hagfræði, sálfræði og suður-amerísk fræði. Hann stundaði vettvangsrannsóknir í Mexíkó og Bandaríkjunum. Til ársins 1993 starfaði Bosswick við rannsóknir hjá Sozialwissenschaftliches Forschungszentrum Nürnberg (Miðstöð rannsókna í félagsvísindum, University of Erlangen-Nuremberg). Þar vann hann með DFG (Rannsóknarsetur Þýskalands) að verkefninu Asylum as a Relationship of Otherness sem er athugun á stöðu fólks á Nuremberg svæðinu sem á rétt á hæli. Bosswick er meðstofnandi og framkvæmdastjóri EFMS. Frá 1996 til 2003 var hann ritari hjá International Association for the Study of Forced Migration (Alþjóðleg samtök um rannsóknir á flóttamannaflutningum). Hann er í ritstjórn í Journal of Refugee Studies (Fræðirit um flóttamannafræði) hjá háskólaútgáfu Oxfordháskólans. Bosswick er stjórnamaður í IMISCOE.

Tenglar: