Þáttakendur

Robert E Wright er prófessor í hagfræði við Strathclyde háskólann í Skotlandi. Hann var áður prófessor og forstöðumaður rannsókna við Stirling háskóla og vann við háskólana í Glasgow, Lundúnum og Ottawa. Hann er ráðgjafi í manntalsfræðum á hagstofu Bretlands og hefur verið í nefnd á vegum skotska þingsins um lífsgæði efri ára (the Scottish Parliament's Positive Ageing Project).
Hans fyrirlestur er um búferlaflutninga nemenda milli jaðarsvæða og stórborga og afleiðingar flutninganna fyrir viðkomandi svæði. (abstrakt)

Kristinn Hermannsson er Ísfirðingur sem er í doktorsnámi í byggðahagfræði við Strathclyde Háskólann í Skotlandi. Hann þekkir byggðaþróun Vestfjarða vel og tengdist til að mynda fyrir ári síðan úttekt, sem var gerð á kostnaði sparnaðaraðgerða á Fjórðungssjúkrahúsinu, sem leiddi í ljós að enginn sparnaður væri af. Kristinn mun tala um hagræn áhrif framfærslu nemenda á jaðarsvæði sem og á stórborgir. (abstract)

Vífill Karlsson er dósent og atvinnuráðgjafi. Hann hefur unnið við Háskólann á Akureyri og á Bifröst og hefur rannsakað búferlaflutninga á Íslandi, ekki síst út frá byggðaþróunarsjónarmiðum og svæðahagfræði. Hann mun tala um mjög svipað efni og Robert Wright, menntun og búferlaflutninga milli landsvæða, og verður áhugavert að sjá, hvort þeir komast að sömu niðurstöðu.


Anna Guðrún Edvardsdóttir vinnur að doktorsritgerð sinni um háskólamenntun á jaðarsvæðum og þá sérstaklega í Skotlandi og á Vestfjörðum. Hún mun athuga, hvort þekking og þekkingarsköpun sé virkilega í þágu samfélagsins.


Shiran Þórisson vinnur hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og hefur fengist við haggreiningu. Hlutur af hagkerfi er hið opinbera og koma menntastofnanir þar inn. Atvinnuþróunarfélagið vann fyrir ári síðan úttekt á hagrænum áhrifum Háskólaseturs.


Dr. Nicole Bourque er dósent í mannfræði við háskólann í Glasgow og hefur í sínum rannsóknum fengist við málefni, þar sem mannfræði og trúarbragðafræði mætast. Innflytjendamál og þá sérstaklega innflytjendamál á jaðarsvæðum tengjast þessu. Erindi Nicole Bourque nefnist Does Religious Education Work? (abstrakt) 

Aðalsteinn Óskarsson er framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga. Hann þekkir byggðaþróun og byggðaáætlanir Vestfjarða út og inn og mun tengja þær við landsáætlanir almennt.


Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, mun fjalla um spekileka landssvæða og markmið Háskólasetursins um að verða vitskusegull.