Ráðstefna um íslenska þjóðfélagið 2015
Ísafjörður býður ykkur velkomin!
Níunda ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið verður haldin á Ísafirði dagana 17.-18. apríl 2015 undir yfirskriftinni:
„Hvað búa eiginlega margar þjóðir í þessu litla landi?“
Yfirskrift ráðstefnunnar vísar til þeirra fjölmörgu og ólíku þjóðfélagshópa sem búa Ísland. Möguleg umfjöllunarefni eru óþrjótandi; trúarbrögð, þjóðerni, efnahagur, búseta, stjórnmálaskoðanir, kyn, kynþættir og kynslóðabil, svo fátt eitt sé nefnt. Hér gefst fræðafólki úr öllum greinum hug- og félagsvísinda kjörið tækifæri til að koma rannsóknum sínum á framfæri og deila með fræðasamfélaginu. Ítarlegri upplýsingar verða sendar út í upphafi nýs árs en hér með er kallað eftir erindum og skulu ágrip berast eigi síðar en 16. febrúar 2015.
Nánari upplýsingar veitir Birna Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða,birna@uwestfjords.is
Sjáumst fyrir vestan í apríl