Alþjóðlegt málþing um bókmenntir og menningu

Laugardaginn 6. október fer fram alþjóðlegt málþing um bókmenntir og menningu í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Málþingið fer fram á ensku og íslensku og er opið öllum. Dagskrá má nálgast hér að neðan og í valmynd vinstra megin ásamt upplýsingum um fyrirlesara.

Þegar spáð er í íslenska bókmenntasögu má sjá hvernig mörg af lykilverkum íslenskra bókmennta eiga rætur sínar að rekja til Vestfjarða. Markmið málþingsins er að skapa samræðu um þetta dulmagnaða efni og kortleggja um leið þó ekki væri nema brot af þeim handritum og bókmenntaverkum sem rísa úr Djúpinu frá miðöldum til okkar tíma. Málþingið er hluti af verkefninu Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og takmark þess er að safna efni í kver um vestfirska bókmennta‒ og menningarsögu. Tilurð verkefnisins hvílir í Akurskóla íslenskudeildar Manitóbaháskóla á Vestfjörðum (2008-2015) og því samstarfi sem komið var á fót í því samhengi milli deildarinnar og Háskólaseturs Vestfjarða. Velunnari verkefnisins er Guðmundur Hálfdánarson, sviðsforseti Hugvísindadeildar og Jón Sigurðsson prófessor, Háskóla Íslands, og verkefnisstjórar bókmenntafræðingarnir Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason.

Sérstakur gestur: Huimin Qi, prófessor í tónlistarsögu við Ningbo Háskóla og kínverskur forstöðumaður Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljós, Háskóla Íslands.

 

Dagskrá

9:00 ‒ 9:15 Setning

Þórunn Sigurðardóttir, rannsóknarprófessor við Árnastofnun, setur málþingið fyrir hönd Guðmundar Hálfdanarsonar, sviðsforseta Hugvísindadeildar og Jóns Sigurðssonar prófessors, Háskóla Íslands.

Anne-Tamara Lorre, sendiherra Kanada á Íslandi: Fáein orð um samband Kanada og Íslands á sviði menningar og rannsókna.  

9:15‒9:30: Kynning á verkefninu Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða                                      

Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason, verkefnisstjórar.

9:30 ‒ 11:00 ― Íslendingasögur og nútíminn

Andrew McGillivray: Love, Lust and Pathos in Fóstbræðrasaga.

Dustin Geeraert: From the West Fjords to World Literature. The Modern Revenge of a Medieval Skald.

Ármann Jakobsson: Alfred Hitchcock og Íslendingasögurnar.

11:00-11:15 ― Kaffi

11:15‒12:00 ― Það rís úr Djúpinu

Þórunn Sigurðardóttir: „Sá er tók fyrir sig að láta uppskrifa allar sögur og handskrifaðar bækur íslenskar“ ‒ Menningariðja við Ísafjarðardjúp á 17. öld.

12:00‒13:30 ― Hádegishlé

13:30‒14:30 ― Veraldarstígar í Djúpinu

Christopher Chrocker: Mæðgin. The Poetry of Theodóra and Jón Thoroddsen.

Gunnar Þorri Pétursson: „Hulunni svipt af dulinni“: Bókasafnið á Ísafirði og síðustu skrif Arnórs Hannibalssonar

14:30‒15:30 ― Hornstrandir og módernismi

Andrea Harðardóttir: ,,Hún Bína mín“ – Jakobína Sigurðardóttir frá Hælavík í Sléttuhreppi.

Ásta Kristín Benediktsdóttir: Í leit að réttu formi. Módernistinn Jakobína Sigurðardóttir.

15:30‒16:00 ― Kaffi

16:00‒17:00Meginlandið í Djúpinu

Birna Bjarnadóttir: Af töfrafjalli Thomasar Manns í heimsljós Halldórs Laxness.

Eiríkur Örn Norðdahl les úr væntanlegri skáldsögu sinni Hans Blær.