Menntun er máttur
Miðvikudaginn, 30.11.2011, 12:00-16:00, Háskólasetri.
Tungumál: Enska.
Dagskrá
Vestfirðingar hafa í gegnum tíðina bariðst fyrir háskólamenntun á svæðinu og um leið fyrir staðbundnu námi á Vestfjörðum. Með tilkomu Háskólaseturs hefur umræðan færst á annað stig. Sækjumst við aðallega eftir menntun fyrir Vestfirðinga eða aðallega eftir hagrænum áhrifum? Hvernig mælum við hagræn áhrif? Er bara verið að girða fyrir spekileka eða er hlutverk menntastofnana að vera vitskusegull? Getum við lært af Skotum?
Á þessu málþingi koma saman fræðimenn eins og Kristinn Hermannsson og Robert Wright frá University of Strathclyde, Nicole Bourque frá University of Glasgow, Vífill Karlsson, sem hefur unnið við Háskólann á Bifröst og Háskólann á Akureyri og Anna Guðrún Edvardsdóttir, sem vinnur að doktorsritgerð í þessum málum á Íslandi og Skotlandi. Svo bætast við fyrirlesarar, sem glíma við þessar spurningar í sínum störfum, Aðalsteinn Óskarsson, Fjórðungssambandi, Shiran Þórisson, Atvinnuþróunarfélagi og Peter Weiss, Háskólasetri.