Afþreying á Ísafirði
Á Ísafirði og í nágrenni er margt í boði fyrir þá sem vilja kynna sér svæðið betur og nýta tímann til afþreyingar. Hægt er að fara í sund, líkamsrækt, njóta útiveru og menningar eða setjast niður í rólegheitum á kaffihúsi og fylgjast með mannlífinu. Skemmtilegar verslanir af ýmsum toga er einnig að finna í miðbænum og við höfnina. Hér fyrir neðan má nálgast ýmsar upplýsingar um sund, skíði og líkamsrækt.
Sundhöll Ísafjarðar er við Austurvöll gegnt Grunnskólanum á Ísafirði.
Fyrir þá sem hafa bíl til umráða og langar að kanna fleiri möguleika þá eru þrjár aðrar sundlaugar í sveitarfélaginu. Útilaug er á Suðureyri (23 km akstur) og innilaugar á Flateyri (22 km akstur) og Þingeyri (49 km akstur). Einnig er sundlaug í Bolungarvík með góðu útisvæði(13 km akstur).
Fyrir upplýsingar um opnunartíma allra lauganna sjá www.isafjordur.is, www.bolungarvik.is.
Líkamsræktarstöðin Stúdíó Dan býður upp á líkamsræktaraðstöðu.
Sjúkraþjálfun Vestfjarða býður upp á líkamsræktaraðstöðu.
Jóga-Ísafjörður býður upp á úrval jógatíma.
Skíðasvæðin er tvö á Ísafirði og nefnast Dalirnir tveir. Í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur og lyftur fyrir þá sem vilja fara á svigskíði. Veitingasala er í skíðaskálanum og þar er einnig hægt að leigja skíðabúnað. Á Seljalandsdal eru troðnar göngubrautir og brautarlýsing.
Upplýsingar: www.dalirnir.is - Talhólf: 878 1011