Ráðstefnur og fyrirlestrar

Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir ráðstefnum og fyrirlestrum af öllum stærðum og gerðum, allt frá stórum alþjóðlegum ráðstefnum á sviði menningar, náttúru og vísinda til smærri óformlegra erinda um allt á milli himins og jarðar.

Meðal fastra liða má nefna Vísindaport Háskólaseturs sem er óformlegur umræðutími í hádeginu á föstudögum. Vísindaportið er vettvangur til að kynna í stuttu máli rannsóknir eða annað efni sem unnið er að eða er lokið.

Á öðrum vettvangi kynna nemendur rannsóknarritgerðir sínar og kennarar og rannsóknarmenn ræða nýjustu þróun á sérsviði sínu hverju sinni.