Gisting á Ísafirði og í nágrenni

Á Ísafirði er gott úrval gististaða, jafnt hótel og gistiheimili sem íbúðagisting. Margir þeirra eru staðsettir á Eyrinni á Ísafirði og eru því í göngufæri við ráðstefnustaði, veitingahús, verslanir og ýmsa aðra þjónustu. Einnig eru skemmtilegir gistimöguleikar í boði í næsta nágrenni við miðbæinn sem og í nágrannabyggðum Ísafjarðar. Fyrir frekari upplýsingar um gistimöguleika á svæðinu vísum við ráðstefnugestum á vef Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða, Westfjords.is en starfsfólk Háskólaseturs Vestfjarða aðstoðar einnig ráðstefnugesti eftir þörfum.