Gisting og ferðamáti

Akstur: Þeir sem fara keyrandi - Akureyri 580 km, Reykjavík 460 km.

Flug: heimasíða Icelandair

Flugrúta fer á helstu gististaði og í Háskólasetrið. Mælt er með því að farþegar panti far fyrirfram í síma 893-8355.

Verð: Ísafjörður (helstu gististaðir) - 1000 kr. Bolungarvík - 1500 kr.

 

Þeir sem koma með flugi á fimmtudagsmorgun þurfa eina gistinótt á Ísafirði (fös-lau),
þeir sem koma keyrandi þurfa að reikna með að bóka gistingu í tvær nætur (fim-lau). 


Á Ísafirði er gott úrval gististaða, jafnt hótel og gistiheimili sem íbúðagisting. Margir þeirra eru staðsettir á Eyrinni á Ísafirði og eru því í göngufæri við ráðstefnustaði, veitingahús, verslanir og ýmsa aðra þjónustu. Einnig eru skemmtilegir gistimöguleikar í boði í næsta nágrenni við miðbæinn sem og í nágranna byggðum Ísafjarðar. Fyrir frekari upplýsingar um gistimöguleika á svæðinu vísum við ráðstefnugestum á vef Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða, en starfsfólk Háskólaseturs Vestfjarða aðstoðar einnig ráðstefnugesti eftir þörfum.

Gististaðir á Ísafirði.

Hótel Ísafjörður.