Skráningargjald
Skráningarfrestur í stök námskeið rennur út mánuði áður en námskeiðið hefst. Upplýsingar um einstök námskeið og dagsetningar þeirra má nálgast hér.
Námsmenn við háskóla innan samstarfsnets opinberra háskóla greiða samkvæmt reglum um gestanám, enda er námið að fullu viðurkennt af Háskólanum á Akureyri.
Umsækjendur á vegum Erasmus, Nordplus, eða North to North áætlananna þurfa einnig að sækja um á umsóknareyðublaði Háskólasetursins. Þátttökugjald ræðst af viðkomandi áætlun.
Gjald fyrir aðra er 10.000 krónur fyrir hverja ECTS einingu (4 ECTS eininga námskeið kostar þannig 40.000 kr.).
Námskeiðin uppfylla kröfur ýmissa stéttarfélaga um námsstyrki.
Allar nánari upplýsingar veitir Astrid Fehling, kennslustjóri, sími 450-3043, netfang: astrid@uw.is.
Greiðslur má millifæra á reikning Háskólaseturs Vestfjarða:
Reikningsnúmer: 0154-26-4000
Kennitala: 610705-0220