Inntökuskilyrði

Skilyrði fyrir inntöku í námskeið eru að jafnaði hin sömu og fyrir inntöku í námsleiðirnar sjálfar, þ.e. að umsækjendur hafi lokið grunnháskólagráðu og gildir þá einu hvort um er að ræða BA, BSc, BEd eða annað sambærilegt nám. Meistaranámsnefnd getur ákveðið að veita þeim námsmönnum, sem eru langt komnir í grunnnámi, inngöngu í einstök námskeið. Allar umsóknir um þátttöku í einstökum námskeiðum þurfa að fara fyrir meistaranámsnefnd.

Mikilvægt er að umsækjendur hafi góð tök á ensku enda fer öll kennsla fram á ensku.

Hér má nálgast umsóknareyðublað.