Umsókn
Skilyrði fyrir inntöku í námskeið eru að jafnaði hin sömu og fyrir inntöku í námsleiðirnar sjálfar, þ.e. að umsækjendur hafi lokið grunnháskólagráðu og gildir þá einu hvort um er að ræða BA, BSc, BEd eða annað sambærilegt nám. Meistaranámsnefnd getur ákveðið að veita þeim námsmönnum, sem eru langt komnir í grunnnámi, inngöngu í einstök námskeið. Allar umsóknir um þátttöku í einstökum námskeiðum þurfa að fara fyrir meistaranámsnefnd.
Mikilvægt er að umsækjendur hafi góð tök á ensku enda fer öll kennsla fram á ensku.
Hér má nálgast umsóknareyðublað.
Skráningarfrestur í stök námskeið rennur út mánuði áður en námskeiðið hefst. Upplýsingar um einstök námskeið og dagsetningar þeirra má nálgast hér.
Námsmenn við háskóla innan samstarfsnets opinberra háskóla greiða samkvæmt reglum um gestanám, enda er námið að fullu viðurkennt af Háskólanum á Akureyri.
Umsækjendur á vegum Erasmus, Nordplus, eða North to North áætlananna þurfa einnig að sækja um á umsóknareyðublaði Háskólasetursins. Þátttökugjald ræðst af viðkomandi áætlun.
Gjald fyrir aðra er 10.000 krónur fyrir hverja ECTS einingu (4 ECTS eininga námskeið kostar þannig 40.000 kr.).
Námskeiðin uppfylla kröfur ýmissa stéttarfélaga um námsstyrki.
Allar nánari upplýsingar veitir Astrid Fehling, kennslustjóri, sími 450-3043, netfang: astrid@uw.is.
Greiðslur má millifæra á reikning Háskólaseturs Vestfjarða:
Reikningsnúmer: 0154-26-4000
Kennitala: 610705-0220
Umsóknareyðublað er aðgengilegt hér og skal sendast á astrid@uw.is ásamt fylgigögnum:
- Skönnuð staðfest gögn um fyrra eða núverandi nám.
- Ferilskrá.
Frekari upplýsingar um umsóknir veitir kennslustjóri Háskólaseturs í síma 450-3043 eða í gegnum netfangið astrid@uw.is.
Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um.