Opin námskeið
Öll námskeið á meistarastigi hjá Háskólasetri Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Þau eru kennd í lotum á haustönn, vorönn og sumarönn. Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn jafnan alþjóðlegur og kennarar koma víðsvegar að úr heiminum. Námskeiðin henta vel til endurmenntunar, þau eru þverfagleg og höfða því til einstaklinga með ólíkan bakgrunn og úr ýmsum starfsstéttum.
Nánari upplýsingar um skipulag námskeiðanna má finna í kennsluáætlun 2022-2023 og kennsluáætlun 2023-2024.
Námskeiðin uppfylla kröfur ýmissa stéttarfélaga um námsstyrki.
Vor- og sumarannir eru tilvaldar fyrir háskólanemendur sem vilja stytta námstímann í reglubundnu námi.
Fyrirspurnir sendist á info(at)uw.is.