Eiríkur Bergmann Einarsson

Eiríkur Bergmann Einarsson er dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst. Eiríkur hefur BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, mastersgráðu í alþjóðastjórnmálum frá Háskólanum í Kaupmannahöfn. Hann stundar nú doktorsnám við Háskóla Íslands.
Eiríkur er fyrirlesari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur verið gestafyrirlesari við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og College og Rieatvas í Litháen. Meðal síðustu rita Eiríks eru Opið land- staða Íslands í samfélagi þjóðanna (2007), Glapræði (skáldsaga, 2005), Evrópusamruninn og Ísland (2003) og Ísland í Evrópu (2001).
Meðal Evrópuverkefna sem hann hefur tekið þátt í eru ELSAGEN verkefnið í lífsiðfræði 2002 - 2004 og VMART verkefnið í upplýsingatækni 2001-2003, en bæði þessi verkefni voru styrkt af 5. rannsóknaráætlun ESB og í báðum verkefnunum var Eiríkur stjórnsýslulegur verkefnisstjóri.
E-mail: eirikur@bifrost.is
Web site: www.eirikur.bifrost.is
Fyrirlestur:
Árekstur skopmyndanna? Árekstur menningarheima? Fjölmiðlar, sjálfsvitund og orðræða í hnattvæddum heimi