Auðunn Arnórsson

Auðunn Arnórsson, fæddur 1968, er með M.A.-gráðu í sögu og stjórnmálafræði frá Albert-Ludwigs-háskóla í Freiburg í Þýzkalandi og meistaragráðu í Evrópufræðum frá Evrópuháskólanum í Brugge í Belgíu. Hann hefur verið stundakennari í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og flutt fyrirlestra um samrunaþróun Evrópu m.a. við Háskólann að Bifröst og er félagi í ReykjavíkurAkademíunni. Sem blaðamaður á Fréttablaðinu og áður á Morgunblaðinu hefur hann fylgzt náið með stjórnmálaþróun Evrópu um langt árabil og skrifað greinaflokka um ýmsar hliðar á samrunaþróuninni í álfunni.

Abstract: