Þjóðartákn og hnattvæðing

Í fyrirlestri mínum mun ég fjalla um áhrif hnattvæðingarinnar á þjóðartákn, með það í huga að staðurinn sem ráðstefnan er haldin á, Hrafnseyri, er fæðingastaður Jóns Sigurðssonar (1811-1879), sem varð þjóðhetja Íslendinga í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði. Hrafnseyri er þess vegna eitt af mikilvægustu táknum landsins. Öll lönd eiga sín þjóðartákn og þjóðhetjur. Fólk heimsækir þessi tákn, hvort heldur sé um að ræða fæðingarstað eða gröf þjóðhetja, staðinn þar sem þeir dvöldust í lengri eða skemmri tíma o.s.frv. Með því að fjalla um áhrif hnattvæðingar út frá kenningum um ferðamennsku, mun ég íhuga nokkra möguleika á hvernig þjóðartákn, eins og Hrafnseyri, geta hugsanlega þróast í nánustu framtíð.