Árekstur skopmyndanna? Árekstur menningarheima? Fjölmiðlar, sjálfsvitund og orðræða í hnattvæddum heimi

Snemma árs 2006 hafði birting 12 skopmynda af Múhammeð spámanni í Jótlandspóstinum í Danmörku orðið að einni stærstu krísu í utanríkismálum Dana síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Ráðist var á sendiráð Norðurlandaríkja, viðskiptabann hafði slæm áhrif á danska viðskiptaheiminn og ímynd danskrar utanríkisstefnu, sem alþjóðasinnaðs lýðræðis sem legði áherslu á mannréttindi, átti undir högg að sækja. Þessi krísa er upphafspunktur fyrirlestursins sem vekur upp grundvallarspurningar varðandi sjálfsvitund og sjálfsímynd í hnattvæddum heimi: hvernig hin vestrænu ríki hafa þurft að endurhugsa menningarlega sjálfsmynd með málefni innflytjenda í huga; hvernig ímyndir geta yfirstigið tungumálahindranir og orðið hluti af öryggisstefnu; hvernig skilningur á málfrelsi og ábyrgum talflutningi getur verið mismunandi; og hvernig þjóðernisvitund getur verið háð stuðningi annarra ríkja sem eru tilbúin að viðurkenna sjálfstæði þess ríkis sem ráðist hefur verið á.