Af hverju eru Íslendingar tilbúnir til að flytja ákvörðunarvald til Brussel í gegnum EES samninginn en ekki með fullri aðild að ESB?

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994 hafði þau áhrif að landið öðlaðist hliðaraðild að ESB. Þrátt fyrirr að Ísland standi opinberlega fyrir utan ESB þá taka Íslendingar virkan þátt í Evrópusamrunanum í gegnum EES samstarfið og síðar einnig í gegnum Schengen. Í raun eru Íslendingar á sumum sviðum dýpra á kafi í Evrópusamrunanum en sumar aðildarþjóðirnar. En það er einnig hægt að álykta sem svo að EES samningurinn sé ekki að aðlagast nægilega vel hinni hröðu þróun innan ESB, t.d. í kjölfarið á þremur nýjum sáttmálum sem komu til í tveimur stækkunarlotum á einungis sinum áratug. Því er haldið fram að mikilvægi EES samningsins fari sífellt dvínandi og að hann geti ekki lengur haldið út farsælu og fullnægjandi samstarfi á milli EFTA ríkjanna og ESB. Þessi þróun hefur sett Ísland og hin EFTA ríkin á hliðarlínuna í Evrópusamvinnunni. Spurningin sem reynt verður að svara í þessum fyrirlestri er eftirfarandi: Af hverju eru Íslendingar tilbúnir til að flytja ákvörðunarvald til Brussel í gegnum EES samninginn en ekki með fullri aðild að ESB?