Af hverju eru Íslendingar tilbúnir til að flytja ákvörðunarvald til Brussel í gegnum EES samninginn en ekki með fullri aðild að ESB?

Aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) árið 1994 hafði þau áhrif að landið öðlaðist hliðaraðild að ESB. Þrátt fyrirr að Ísland standi opinberlega fyrir utan ESB þá taka Íslendingar virkan þátt í Evrópusamrunanum í gegnum EES samstarfið og síðar einnig í gegnum Schengen. Í raun eru Íslendingar á sumum sviðum dýpra á kafi í Evrópusamrunanum en sumar aðildarþjóðirnar. En það er einnig hægt að álykta sem svo að EES samningurinn sé ekki að aðlagast nægilega vel hinni hröðu þróun innan ESB, t.d. í kjölfarið á þremur nýjum sáttmálum sem komu til í tveimur stækkunarlotum á einungis sinum áratug. Því er haldið fram að mikilvægi EES samningsins fari sífellt dvínandi og að hann geti ekki lengur haldið út farsælu og fullnægjandi samstarfi á milli EFTA ríkjanna og ESB. Þessi þróun hefur sett Ísland og hin EFTA ríkin á hliðarlínuna í Evrópusamvinnunni. Spurningin sem reynt verður að svara í þessum fyrirlestri er eftirfarandi: Af hverju eru Íslendingar tilbúnir til að flytja ákvörðunarvald til Brussel í gegnum EES samninginn en ekki með fullri aðild að ESB?

Árekstur skopmyndanna? Árekstur menningarheima? Fjölmiðlar, sjálfsvitund og orðræða í hnattvæddum heimi

Snemma árs 2006 hafði birting 12 skopmynda af Múhammeð spámanni í Jótlandspóstinum í Danmörku orðið að einni stærstu krísu í utanríkismálum Dana síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Ráðist var á sendiráð Norðurlandaríkja, viðskiptabann hafði slæm áhrif á danska viðskiptaheiminn og ímynd danskrar utanríkisstefnu, sem alþjóðasinnaðs lýðræðis sem legði áherslu á mannréttindi, átti undir högg að sækja. Þessi krísa er upphafspunktur fyrirlestursins sem vekur upp grundvallarspurningar varðandi sjálfsvitund og sjálfsímynd í hnattvæddum heimi: hvernig hin vestrænu ríki hafa þurft að endurhugsa menningarlega sjálfsmynd með málefni innflytjenda í huga; hvernig ímyndir geta yfirstigið tungumálahindranir og orðið hluti af öryggisstefnu; hvernig skilningur á málfrelsi og ábyrgum talflutningi getur verið mismunandi; og hvernig þjóðernisvitund getur verið háð stuðningi annarra ríkja sem eru tilbúin að viðurkenna sjálfstæði þess ríkis sem ráðist hefur verið á.

Baráttan endalausa?

Þegar sjálfstæðisbaráttunni lauk með stofunun lýðveldisins 1944, lýsti Sveinn Björnsson forseti því yfir að þetta væri ekki lokaskrefið í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Lokaskrefið mættu Íslendingar ekki taka, því slíkt lokaskref þýddi endalok sjálfstæðis. Sjálfstæðisbaráttan héldi því áfram, án baráttuanda glötuðu landsmenn sjálfstæði sínu. Frá lýðveldisstofnun hefur því oft og einatt verið haldið fram á opinberum vettvangi að sjálfstæðisbaráttu íslensku þjóðarinnar lyki aldrei. Þessu viðhorfi hefur einnig verið lýst með almennari hætti: sjálfstæðisbaráttu smáþjóða lýkur aldrei og þar með lýkur ekki sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Útfærsla landhelginnar var túlkuð í þessu ljósi, auk þess sem ýmis deilumál á borð við veru bandaríska hersins og aðildar að EFTA og síðar EES og hugsanlega ESB voru lituð af þessum viðhorfum. Í erindinu verður gerð grein fyrir bakgrunni þessara hugmynda í orðræðu sjálfstæðisbaráttunnar og rætt um stöðu þeirra í ljósi alþjóðavæðingar samtímans.

Evrópusamruninn: verndar hann þjóðríkin fyrir hnattvæðingunni eða þvingar hann þau til þátttöku í henni?

Hnattvæðingarandstæðingar, sem hafa verið mjög áberandi til dæmis í Frakklandi (José Bové), líta gjarnan á Evrópusambandið sem kerfi andstætt þjóðríkinu, sem þvingar það (þjóðríkið) til að beygja sig undir ýmsar verkanir hnattvæðingarinnar sem þeir (hnattvæðingarandstæðingarnir) skynja sem neikvæðar og ógnandi. Aftur á móti hafa aðrir bent á, að til að mynda landbúnaðarkerfi ESB verndar landbúnað í aðildarríkjunum fyrir því að vera eins berskjaldaður og hann annars væri fyrir áhrifum hnattvæðingarinnar (sbr. GATT-framhaldssamninga Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, sem nú eru kenndir við Doha). Þetta hefur meira að segja leitt til þess, að framkvæmdastjóri íslenzku bændasamtakanna hefur látið hafa eftir sér, að íslenzkur landbúnaður kynni að njóta „skárra skjóls“ innan ESB en utan. Þetta gefur tilefni til að skoða betur hvort er réttara, að Evrópusamruninn verndi aðildarríkin fyrir hnattvæðingunni eða þvingi þau til þátttöku í honum – eða hugsanlega að hvort tveggja í senn eigi við, það er að Evrópusamruninn bæði verndi ríkin fyrir hnattvæðingunni og þvingi þau til þátttöku?

Fear and Future: National Narratives in an Insecure Age of Terror and Globalisation

What is political identity? Why do we ‘need' and use categories like national identity or ‘European identity'? All too often, it is taken for granted, that they exist simply because they do. That is, either in a bottom-up perspective, people of a given nation share features that constitute a shared identity. Or top-down, national identity is seen as necessary component of a nation-state, as something that a state naturally ‘has'. More insight is gained by seeing political identity as practices that have their reasons. We invoke national and other political identities, because they enable us to do things or handle situations that would otherwise be problematic. Nationalism and other political identities have proven so powerful because they are among the main linking points between the individual and the collective. Therefore, it is crucial how we perceive this link. The natural inclination is to think in terms of individuals in a collective: You sum up a number of individuals and their attributes and if they are sufficiently alike, you get a collective identity. Paradoxically, the key to understanding political identities is to think about the collective in the individual: What role does a collective category play in individual sense-making. In what situations is it important to us in our private lives to see ourselves as part of political ‘we'?

To understand this collective category in our individual life does not mean that it is primarily a psychological or individual thing - it is exactly a bridging category. That is: It is invoked in our individual context, but its meaning is constituted by its life among other collectives. What X-land is, can only be narrated by thinking about the world of nations and the politics of states - in this context the collective is given its identity as collective. And this is a powerful meaning, because political identity in general and nationalism in particular have been at the heart of legitimacy, at least the way politics has been conceived the last 200 years.

In my lecture, I will focus on the role of security in these processes. Paradoxically, given that the standard term for security policy has been ‘national security', it was until recently quite uncommon to think within the study of security about the importance of nation and nationalism. Security was treated as always on behalf of the state, and always about military threats. However, especially in Europe, the 1990s was a decade defined by issues that were more meaningfully seen as security action in the name of identity-defined communities: ethnic conflicts in Eastern Europe and the Balkans as well as increasing worries in Western Europe about immigration and European integration.

 

When trying to interpret actions as security policy on behalf of identities - as moves to defend an allegedly threatened identity - it was argued within academic debates that this meant to reify national identity; to treat it as a thing, as static as objectively given. However, upon further reflection, it turns out that this was wrongly addressed when aimed at the theories; it is the practice of defending identities that reify them. It is a feature of security action in general (be it about the state, the environment, economic security or any other form of security) that it acts to defend ‘something' and therefore necessarily depicts this object to be defended as - a thing and as the way it should be and therefore worth defending.

 

In conflictual situations like ethnic conflict or heated controversies over immigration or EU integration, the framing of the issue in terms of security (‘securitization') leads to frozen identities. When the conflict is tense, it is usually unhelpful to point this out. Even if it might be true that long term transformation of say the Israeli-Palestine conflict demands a re-construction within each community of their identity, it is not likely to be a powerful conflict mediation strategy at present to tell Israelis and Palestinians that their identities are contingent, recent and really floating and ever-changing processes. Therefore, in a situation like this, change usually comes through a dialectic process of taking serious security concerns in the name of identity and try to de-escalate the conflict dynamics among identities. Then if this works, the identities might become gradually unfrozen and complex, multiple and dynamic, the way identity usually operates as long as they are not the object of fear and security action.

These years, security is generally becoming the watch-word guiding action in ever more spheres. The echoes of 9-11 2001 still define an age of terrorism, and simultaneously concerns about epidemics, climate and organized crime are increasingly defined as security issues. How are we to manoeuvre as individuals and collectives through ‘the second century of security' without turning ourselves into ever-more rigid parodies of stereotyped communities? How do we prepare for future fear.

Globalization of Nationalism

Beginning with the discussion of the nature of the nation, the paper argues that globalization is an expression of the economic nationalism of economically dominant nations and not, as is generally believed, a negation of nationalism. As a result, it does not lead to economic integration, but, rather -- to some extent -- to the imposition of the dominant nations' interests on the others, often generating, instead of diminishing, conflicts.
The impression of growing economic interdependence the observer sometimes gets is largely due to the globalization of nationalism itself, specifically, to the mass conversion to nationalism -- and the adoption of nationalist competitiveness -- in China and India. In effect, what observers in the West may perceive as the spread of the Western economic model is the sign of the decline of the West as the model and the beginning of the Asian era of history.

Nútímavæðing, þjóðernishyggja og hnattvæðing

Ein mikilvægasta kenningin um íslenska nývæðingu er sú að henni hafi bæði verið hrint af stað og stýrt af þjóðernisvitund landsmanna og að vaxandi sjálfstæði þjóðarinnar með löggjafarvaldi og sérstaklega heimastjórn hafi beinlínis opnað dyrnar fyrir nútímanum á Íslandi. Hér er oft nefnd til sögunnar áhrif frjálslyndra þjóðernissinna á borð við Jón Sigurðsson, um leið og bent er á að nývæðingin á Íslandi var hvað hröðust á þeim tíma þegar þjóðin öðlaðist sjálfstæði frá Dönum. Ef við lítum á pólitíska orðræðu og stefnu nývæðingarinnar á Íslandi þá vakna ýmsar spurningar. Í fyrsta lagi voru áhrif frjálslyndra þjóðernissinna nokkuð önnur en oft er haldið fram. Jón Sigurðsson eyddi t.d. stórum hluta ferils síns í frekar árangurslitlar deilur við Dani og var harkalega gagnrýndur fyrir það af flestum boðberum frjálslyndisstefnunnar á Íslandi sem vildu nota lagið til að breyta íslensku samfélagi. Í öðru lagi var sá nútími sem Íslendingar fengu mjög ólíkur þeim sem áköfustu þjóðernissinnar á Íslandi boðuðu. Fyrir þeim bjó kjarni íslenskrar þjóðmenningar í sveitum og því hlaut íslensk nútímamenning að verða reist á nútímalegum sveitum, því að annars væri þjóðmenningunni bráð hætta búin. Því tel ég nauðsynlegt að við endurhugsum samband þjóðernis og félagslegrar þróunar á Íslandi, og lítum fremur á sköpun þjóðríkisins sem eðlilegan þátt í nývæðingunni frekar en orsök hennar. Sú samfélagslega bylting sem óneitanlega varð á Íslandi við lok 19. aldar og fram eftir hinni 20. hófst vegna þess að á þessum tíma fléttuðust saman hrun gamla bændasamfélagsins og áhrif hnattvæðingar, bæði í formi nýrra hugmynda um félagslegt taumhald sem bárust erlendis frá (aukið frelsi einstaklingsins) og vaxandi áhrifa kapítalískra framleiðsluhátta. Þetta sést kannski best af því að íslensk þjóðernisstefna náði fyrst verulegri fótfestu þegar íslenskt þjóðfélag glataði flestum sérkennum sínum - þ.e. Íslendingar lögðu ofuráherslu á sérkenni sín á sama tíma og þeir tóku að líkjast nágrönnum sínum æ meir. Áhrif þjóðernisstefnunnar á Íslandi voru því að mínu mati ekki fyrst og fremst þau að hún ruddi nútímanum braut á Íslandi heldur varð hún aðferð til að túlka fortíðina. Þannig þýða Íslendingar erlendar hugmyndir inn í pólitískt táknkerfi sitt á grunni þjóðernisstefnunnar og endurskrifa söguna í sífellu þannig að hún passi við röksemdir hennar og forsendur.

Þjóðartákn og hnattvæðing

Í fyrirlestri mínum mun ég fjalla um áhrif hnattvæðingarinnar á þjóðartákn, með það í huga að staðurinn sem ráðstefnan er haldin á, Hrafnseyri, er fæðingastaður Jóns Sigurðssonar (1811-1879), sem varð þjóðhetja Íslendinga í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði. Hrafnseyri er þess vegna eitt af mikilvægustu táknum landsins. Öll lönd eiga sín þjóðartákn og þjóðhetjur. Fólk heimsækir þessi tákn, hvort heldur sé um að ræða fæðingarstað eða gröf þjóðhetja, staðinn þar sem þeir dvöldust í lengri eða skemmri tíma o.s.frv. Með því að fjalla um áhrif hnattvæðingar út frá kenningum um ferðamennsku, mun ég íhuga nokkra möguleika á hvernig þjóðartákn, eins og Hrafnseyri, geta hugsanlega þróast í nánustu framtíð.