Sýndarveruleiki og kóralrif

Föstudaginn 16. mars mun Brianna Bambic verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerð hennar fjallar um notkun sýndarveruleika til að auka skilning almennings á vistfræði kóralrifja og ber titilinn Virtual Reality of Coral Reefs: Exploring Ecological Worldviews, Environmental Attitudes and Psychological Distance after an Immersive Virtual Experience.

Vörnin hefst kl. 14:00 í stofu 1-2 í Háskólasetrinu og er opin öllum áhugasömum.

Leiðbeinendur ritgerðarinnar eru dr. Andrea Stevensson Won, dósent við Cornell háskóla í Bandaríkjunum og Cody Karutz, rannsóknarmaður við Tækniháskólann í Sydney í Ástralíu. Prófdómari er dr. Bradley W. Barr, fastur stundakennari við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast í úrdrætti á ensku.