Starfsmaður í móttöku/skrifstofustarf

Umsóknarfrestur 11.11.2022

Háskólasetur Vestfjarða leitar að ráðagóðum starfsmanni í hálft starf í móttöku og almenn ritarastörf, sem og í ákveðin sérverkefni.

Starfsmaðurinn vinnur fyrir allar stofnanir í Vestrahúsi en er ráðinn af Háskólasetri Vestfjarða. Vinnutíminn er að jafnaði 09-13 en starfsmaðurinn þarf að vera fjölhæfur og sveigjanlegur og geta leyst hinn móttökuritarann af.

Í húsinu vinna um 50 starfsmenn við rannsóknir, kennslu og þjónustu, auk um 80 námsmanna og gesta á hverjum tíma.

Starfssvið:

 • Fyrsta viðmót og upplýsingaveita
 • Almenn ritaraþjónusta: póstur, símsvörun, svörun netpósta, skráningar í námskeið, skrifstofutæki
 • Umsjón með kennslustofum og fundarherbergjum
 • Umsjón með kaffistofunum í húsinu
 • Skjalavistun
 • Utanumhald um sjóð
 • Umsjón með útláni úr bókasafni
 • Yfirlestur (íslenska)

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
 • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Sveigjanleiki og vilji til að finna lausnir
 • Áreiðanleiki
 • Grunnkunnátta í helstu tölvuforritum
 • Mjög góð kunnátta í íslensku; góð kunnátta í ensku

 

 

Upplýsingar um starfið veitir Peter Weiss forstöðumaður,

sími 450 3045 eða weiss@uw.is.

Umsóknir (kynningarbréf og ferilskrá) sendist sem viðhengi á weiss@uw.is eða í bréfpósti.

 

Umsóknarfrestur er til og með 11.11.2022.