Óskilyrtar grunntekjur sem leið til að styðja við nýsköpun hér á landi

Mánudaginn 5. september kl. 09:00, mun Tyler Wacker verja meistaraprófsritgerð sína í sjávarbyggðafræði. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi í Háskólasetrinu en er einnig aðgengileg á Zoom.

Ritgerðin ber titilinn „Óskilyrtar grunntekjur sem leið til að styðja við nýsköpun hér á landi"

Leiðbeinandi verkefnisins er Dr. Matthias Kokorsch, fagstjóri í sjávarbyggðafræðum (CRD) við Háskólasetur Vestfjarða. Prófdómari er Dr. Anna Karlsdóttir, senior research fellow hjá Nordregio.

Útdráttur

Frá einkavæðingu innlenda fiskveiðikvótans á tíunda áratug 20. aldar og fjármálakreppunni 2008, hefur Ísland aukið fjölbreytni hagkerfisins frá hefðbundnum fiskveiðum til ferðaþjónustu og orku til álframleiðslu. Samfélög sem áður treystu á fiskiðnaðinn hafa verið í umbreytingu milli þessara tveggja geira eða skapað sína eigin leið. Fólksfækkun og stundum brotthvarf eru ekki óalgeng hérlendis hjá þeim sem ekki geta skapað sér nýja leið. Enda þótt það sé enn mjög umdeilt hvort þetta er afleiðing einkavæðingar fiskveiðikvótans eða tilkomið vegna þéttbýlismyndunar, er Ísland að verða fyrir fólksfækkun í afskekktum samfélögum á meðan höfuðborgarsvæðið heldur áfram að vaxa. Geta til nýsköpunar og fjármagn eru úrslitaatriði fyrir fjölþættingu hagkerfisins á staðnum. Rannsóknirnar meistararitgerðarinnar munu kanna hvernig óskilyrtar grunntekjur (UBI) hér á landi gætu stutt við nýsköpun um allt land og aukið viðnámsþrótt afskekktra samfélaga. Almennar grunntekjur (UBI) gætu verið notaðar sem leið til að skapa umhverfi fyrir nýsköpun fyrir allar innlendar atvinnugreinar en rannsóknirnar munu fylgja skapandi flokknum því þær greinar eru líklegri til að verða fyrstar til þróa nýjungar ef almennum grunntekjum (UBI) er komið á. Rannsóknirnar munu einnig leitast við að ákvarða hve mikið fé telst viðeigandi fyrir almennar grunntekjur (UBI). Þessar rannsóknir munu að lokum beinast að hvötum til búferlaflutinga frá afskekktum samfélögum til höfuðborgarsvæðisins og hvernig almennar grunntekjur (UBI) gætu haft áhrif á þessar ákvarðanir. Verkefnið hagnýtti blandaða-aðferðar nálgun með hálfbyggðum viðtölum og könnun á netinu.