Námskeið í sjávartengdri mannfræði

Námskeiðið Maritime Anthropology, eða Sjávartengd mannfræði, er kennt í Háskólasetri Vestfjarða vikuna 9. - 13. nóvember. Námskeiðið kennir dr. Laura Alice Watt, prófessor í umhverfissagnfræði og stefnumótun, við Sonoma ríkisháskólann í Norður Kaliforníu í Bandaríkjunum. Laura dvelur þessa dagana við Háskólasetur Vestfjarða sem Fullbright fræðimaður. Rannsóknir hennar beinast sérstaklega að Árneshreppi og Ströndum.

Námskeiðið í sjávartengdi mannfræði er eitt af valnámskeiðum meistaranámsleiða Háskólaseturs, Haf- og strandsvæðastjórnunar og Sjávarbyggðafræði.

Öll námskeið á meistarastigi við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Öll kennsla fer fram á ensku enda er námsmannahópurinn alþjóðlegur.

Allar nánari upplýsingar um umsóknir, inntökuskilyrði og skráningargjald eru aðgengilegar á vefsíðu Opinna námskeiða við Háskólasetrið.

Nánari upplýisingar um efni námskeiðsins Maritime Anthropology eru aðgengilegar í námskeiðslýsingu.