Endurheimt marhálms í Nova Scotia

Miðvikudaginn 15. maí kl. 14:00 mun Erin Kathleen Wilson verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ritgerðin ber titilinn Absence of recovery in an eelgrass (Zostera marina L.) bed in Nova Scotia, Canada: Results from a transplant study.  Vörnin fer fram í Háskólasetrinu og er opin almenningi.

Marhálmur hefur verið á undanhaldi á austurströnd Kanada frá aldamótum vegna tilkomu bogkrabba þar um slóðir. Sumstaðar hafa marhálmsbreiður náð sér á strik aftur en við víkina Benoit Cove í Nova Scotia hefur endurheimt ekki tekist. Viðfangsefni ransóknar Erin er að komast að því hversvegna endurheimtin við þessa vík hefur ekki tekist. Í rannsókninni er einnig lagt mat á efnahagslegt gildi endurheimtar marhálm við austurströnd Kanada og kortleggja stefnu og stjórnun yfirvalda hvað varðar verndun marhálms. Nánari lýsingu má nálgast í útdrætti á ensku.

Leiðbeinandi verkefnisins er dr. David Garbary, prófessor við St. Francis Xavier háskóla í Kanada. Prófdómari er dr. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum.