Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða 2021

Málþing í Safnahúsinu/Gamla sjúkrahúsinu, Ísafirði

Laugardaginn 23. október 2021, kl. 10:00‒17:00

Laugardaginn 23. október fer fram málþing í Safnahúsinu/Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði um bókmennta- og menningarsögu. Dagskrá má nálgast hér að neðan ásamt upplýsingum um fyrirlesara. Þetta er annað málþingið um efnið, sjá upplýsingar um fyrra málþingið hér

Þegar spáð er í íslenska bókmenntasögu má sjá hvernig mörg af lykilverkum íslenskra bókmennta eiga rætur sínar að rekja til Vestfjarða. Markmið málþingsins er að skapa samræðu um þetta dulmagnaða efni og kortleggja um leið þó ekki væri nema brot af þeim handritum og bókmenntaverkum sem rísa úr Djúpinu frá miðöldum til okkar tíma. Einnig er hugað að djúpstæðu sambandi skáldskapur og tónlistar á Vestfjörðum. Málþingin eru hluti af verkefninu Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og takmark þeirra er að safna efni í kver um vestfirska bókmennta‒ og menningarsögu. Tilurð verkefnisins hvílir í Akurskóla íslenskudeildar Manitóbaháskóla á Vestfjörðum (2008-2015) og því samstarfi sem komið var á fót í því samhengi milli deildarinnar og Háskólaseturs Vestfjarða. Velunnari verkefnisins er Guðmundur Hálfdanarson, Forseti Hugvísindadeildar og Jóns Sigurðssonar prófessor við Háskóla Íslands, og verkefnisstjórar bókmenntafræðingarnir Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason.

Dagskrá:

10:00‒10:15 ― Opnun

Guðmundur Hálfdanarson, Jóns Sigurðssonar prófessor við Háskóla Íslands ávarpar samkomuna.

10:15‒10:30 ― Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða, kynning

Birna Bjarnadóttir: Dómkirkjubragur.

10:30‒11:30 ― Sálmar og kvæði úr Dýrafirði                                                                

Árni Heimir Ingólfsson: Tónlistin í Kvæðabók séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði.

Johnny Lindholm: „... sem Guðs mynd í mér spillir“. Fáein orð um notkun myndmáls í skáldskap sr. Ólafs Jónssonar á Söndum.

11:30-11:45 – Kaffihlé

11:45‒12:15 ― Meira af skáldskap og tónlist

Ingunn Ósk Sturludóttir: Sönglagið í Djúpinu. 

12:15‒13:30 ― Hádegishlé

13:30‒14:30 ― Frá Vestfjörðum til Vesturheims, þessa heims og annars

Hermann Stefánsson: „Daufir heyra, dauðir rísa upp“ — um lifandi manns róm á Vestfjörðum í byrjun 20. aldar.

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir: „... almennt nefnd „skáldkona“. Sagt frá skáldkonunni Guðrúnu Þórðardóttur sem fæddist á Tindum í Geiradal árið 1817 og lést að Akra í Norður-Dakóta árið 1896.

14:30‒15:00 ― Kaffihlé 

15:00‒16:00― Séð úr Djúpinu

Þröstur Helgason: Utan og innan hrings með Steini.

Eiríkur Örn Nordahl:„Einlægur Önd – Ísfirðingur í Reykjavík eða krækiber í helvíti?“

16:00‒16:30 ― Lokaorð

Birna Bjarnadóttir og Ingi Björn Guðnason stýra umræðum.