Ísafjörður er góður staður til að læra íslensku. Staðurinn er lítill og þægilegur og íbúar bæjarins eru viljugir til að hjálpa fólki sem vill læra málið. Svo er náttúrufegurð Vestfjarða sem og staðsetningin fjarri skarkala höfuðborgarinnar auðvitað stór bónus.

Hvert sumar býður Háskólasetur Vestfjarða upp á íslenskunámskeið á mismunandi stigum. Stigin taka mið af evrópska tungumálarammanum og eru frá stigi A1 til B2:

  • A1 vikunámskeið
  • þriggja vikna A1-A2 námskeið
  • tveggja vikna A2-B1
  • B1-B2 vikunámskeið

 

Öll námskeiðin eiga það sameiginlegt að reyna að nota samfélagið að einhverju leyti sem hluta af kennslunni, sem eins konar framlengingu af kennslustofunni.

Andrúmsloft námskeiðanna er vingjarnlegt og leggjum við okkur fram við að blanda saman mismunandi þáttum í kennslunni til þess að kenna og æfa sem mest á fjölbreyttan hátt.

Frekari upplýsingar um hvert námskeið fyrir sig er að finna hér fyrir neðan. Svo má auðvitað senda okkur tölvupóst ef þú hefur spurningar um námskeiðin.

Einnig er þér velkomið að ganga til liðs við okkur á Facebook.

Öll námskeiðin eiga það sameiginlegt að reyna að nota samfélagið að einhverju leyti sem hluta af kennslunni, sem eins konar framlengingu af kennslustofunni.

Andrúmsloft námskeiðanna er vingjarnlegt og leggjum við okkur fram við að blanda saman mismunandi þáttum í kennslunni til þess að kenna og æfa sem mest á fjölbreyttan hátt.

Mín tungumálakunnátta

Fólk nálgast tungumálanám á ólíkan og einstaklingsbundinn hátt. Er því best ef nemendur meta sjálfir hvar þeir standa og meti hvaða námskeið passi þeirra getustigi best. Þess vegna er gott að kynna sér evrópska tungumálarammann og skoða einnig sjálfsmatsrammann til að staðsetja færni sína. Ef þú ert óviss um hvar þú stendur er auðvitað gott að hafa samband við okkur.

Dagsetningar

Sumarið 2023 verða námskeiðin haldin eftirfarandi daga:
A1- hraðnámskeið: 14.-18. ágúst
A1- fullt námskeið: 7.- 28. ágúst
B1-B2: 17.- 21. ágúst

Tilkynnt verður um dagsetningar fyrir sumarið 2024 síðar. 

Sækja um

Hér finnur þú upplýsingar um umsóknarferlið og eyðublað til þess að sækja um. Við svörum innan 10 virkra daga. Ef þú lendir í vandræðum með umsóknina skaltu hafa samband í tölvupósti eða hringja í Háskólasetur Vestfjarða.