Wolfgang Bosswick

Staðbundinn stefnumótun varðandi aðlögun innflytjenda – niðurstöður evrópskrar rannsóknar
Reynslan og empírískar sannanir hafa sýnt að aðlögun innflytjenda er ákveðið aðlögunarferli inn í sérstakar staðbundnar aðstæður. Því er staðbundin stefnumótun í innflytjendamálum mjög mikilvæg fyrir þetta ferli. Stórborgir í Evrópu hafa mikla reynslu í að koma á staðbundinni innflytjendastefnu en minni borgir og dreifbýlisstaðir eru að byrja að þróa stefnumótun í innflytjendamálum og að reyna hrinda þeim í framkvæmd. Í fyrirlestrinum mun Bosswick kynna skýrslu sem verið er að vinna í Evrópuverkefni þar sem 30 borgir eru þátttakendur.

Wolfgang Bosswick er fæddur árið 1965. Hann er menntaður félagsfræðingur hjá University of Erlangen-Nurembert í Þýskalandi. Hann nam auk þess félagsmannfræði, hagfræði, sálfræði og suður-amerísk fræði. Hann stundaði vettvangsrannsóknir í Mexíkó og Bandaríkjunum. Til ársins 1993 starfaði Bosswick við rannsóknir hjá Sozialwissenschaftliches Forschungszentrum Nürnberg (Miðstöð rannsókna í félagsvísindum, University of Erlangen-Nuremberg). Þar vann hann með DFG (Rannsóknarsetur Þýskalands) að verkefninu Asylum as a Relationship of Otherness sem er athugun á stöðu fólks á Nuremberg svæðinu sem á rétt á hæli. Bosswick er meðstofnandi og framkvæmdastjóri EFMS. Frá 1996 til 2003 var hann ritari hjá International Association for the Study of Forced Migration (Alþjóðleg samtök um rannsóknir á flóttamannaflutningum). Hann er í ritstjórn í Journal of Refugee Studies (Fræðirit um flóttamannafræði) hjá háskólaútgáfu Oxfordháskólans. Bosswick er stjórnamaður í IMISCOE.

Tenglar: