Philomena de Lima

Réttindi frekar en fjöldi – Aðlögun innflytjenda í dreifbýlum samfélögum.
Í fyrirlestrinum er greint frá rannsóknum á eþnískum minnihlutahópum og farandverkamönnum á dreifbýlisstöðum í Bretlandi og bent á framtíðarmöguleika.

Philomena de Lima hefur gefið út bækur og hafa greinar hennar birst í þekktum ritum um málefni innflytjenda. Árið 2001 koma fyrsta bók hennar út um málefni innflytjenda og dreifbýli, Needs not Numbers. Einnig má nefna ritgerð hennar “An inclusive Scotland” sem birtist nýlega í Rural Racism.

Hún hefur unnið markvisst að rannsóknum varðandi stöðu innflytjenda í dreifbýli. Hún aðstoðaði við rannsóknir á þjóðernisminnihlutahópum í Skotlandi árið 2001, árið 2004 lauk hún rannsókn á aðgengi innflytjenda að framhaldsmenntun í skosku hálöndunum og eyjunum í kringum Skotland, árið 2005 vann hún að samstarfsverkefni við Miðstöð rannsókna um málefni innflytjenda (Sabhal MOR Ostaig) þar sem staða innflytjenda í skosku hálöndunum og eyjunum í kringum Skotland var rannsökuð. Nýlega lauk hún athugun á farandverkamönnum í Grampian héraði í Skotlandi.

Rights not Numbers - The Challenges for Integration in Rural Communities (Scotland) (pdf)

Philomena De Lima
Development Officer/Researcher
UHI PolicyWeb
Great Clen House
Leachkin Road
Inverness IV3 8NW

Tenglar:
http://www.crfr.ac.uk
http://www.policyweb.uhi.ac.uk