Marit Anne Aure

Hvernig fólk verður að farandverkamönnum.
Búferlaflutningar frá sjávarþorpinu Teribeka í Rússlandi til sjávarþorpsins Båtsfjord í norður Noregi voru vandlega skipulagðir. Félags-, efnhags- og menningarlegir þættir höfðu áhrifa á val á innflytjendum og einnig á flutningsferlið fyrir fólkið. Áhrifa gætti einnig í framleiðsluiðnaðinum og í samfélaginu í Noregi.

Fyrirlesturinn fjallar um hvernig fólk gerist farandverkmenn og hvaða merkingu það hefur fyrir líf þeirra. Í fyrirlestrinum er því einblínt á ferilinn áður en einstaklingurinn flytur til nýs staðar og hvaða þættir í fyrri reynslu einstaklings spila inn í og hafa áhrif við komu hans og aðlögun á nýjum stað.

Rannsókn Marit Anne Aure er hluti af doktorsverkefni hennar. Í verkefninu er fjallað um búferlaflutninga sem þverþjóðlega tengingu á milli tveggja strandsamfélaga. Í verkefninu eru búferlaflutningar skoðaðir innan ramma staðbundinnar þróunar á norðlægum slóðum og horft er sérstaklega til þess hvernig innflytjendur aðlagast nýjum siðum á nýjum stað og um leið innleiða hluta af sínum venjum á hinum nýja stað. Þannig breyta búferlaflutningar oft samfélaginu bæði efnhagslega og félagslega.

Marit Aure hlaut menntun sína í skipulags- og samfélagsfræðideild við Háskólann í Tromsø, Noregi. Hún hefur starfað sem ráðgjafi hjá UNESCO við verkefni sem nefnist MOS CCPP og sem fyrirlesari við Kennaraháskólann í Tromsø. Marit Aure starf nú við Northern Feminist University í Steigen. Rannsóknaráhugasvið hennar liggja á sviði innflytjendamála, kvennalandafræði, staðbundinnar sem og alþjóðlegrar þróunar og kynjafræði.

Tenglar: