Magnfríður Júlíusdóttir

Ímyndir um framtíð byggða.
Hlutverk innflytjenda á byggðaþróun og framtíðarsýn
Í kjölfar umræðna um hnattvæðingu og ábyrgð byggðarlaga á stefnumótun í byggðaþróun, hafa sveitarfélög og landshlutasamtök á Íslandi lagt aukna vinnu í mótun framtíðarsýnar fyrir afmörkuð svæði. Gjarnan er lögð áhersla á sköpun nýrrar ímyndar sem sækir í sögu og sérkenni svæðisins. Í erindinu verður þessi þróun tengd fjölgun fólks af erlendum uppruna víða um landið með áherslu á Vestfirði og Austurland. Velt er upp spurningum um hvort og þá hvernig fólk af erlendum uppruna sé sýnilegt í framtíðarsýn um þróun byggðarlaga, m.a. í vaxtarsamningum. Rýmist fjölmenning innan nýrra áherslna í ímyndunarsköpun?

Magnfríður Júlíusdóttir er lektor í landafræði við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni í rannsóknum hafa verið búferlaflutningar og kynjasjónarhorn í byggðaþróun bæði í sunnanverðri Afríku og á Íslandi.

Images of the future region - Immigrants in regional development policy and visions (pdf)