Brenda Grzetic

Árstíðabundnir búferlaflutningar frá sjávarþorpum í Nýfundnalandi, Kanada.
Grzetic fjallar í fyrirlestri sínum um árstíðabundin störf í fiskvinnslu þar sem starfsmenn flytjast árstíðabundið frá Nýfundalandi og Labrador til að vinna í fiskvinnslustöðvum í öðrum héruðum í Kanada. Í fyrirlestrinum er einblínt á atvinnu- og húsnæðismál, helstu árekstra og takmarknir á fjárfestingum.

Brenda Grzetic er doktorsnemi í þverfaglegu námi við Dalhousie Universisty, Kanada. Megin viðfangsefnið í rannsóknum Grzetic eru upplifun fjölskyldunnar á árstíðabundnum búferlaflutningum frá sjávarþorpum í Nýfundnalandi og Labrador. Rannsóknin sem hún kynnir hér er framhald af verkefninu “Coasts Under Stress” (Álag á strandsvæðasamfélög) þar sem athugað var hvaða áhrif endurskipulagning útgerða og fiskveiða hafði á fjölskyldlíf og heimilishald. Í meistaraverkefni Grzetic skoðaði hún reynslu og upplifun kvenna af störfum á fiskibátum.