Birna Lárusdóttir

Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar/Chairman of the town council of Ísafjarðarbær.
Birna Lárusdóttir hefur setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá 1998, lengst af sem forseti bæjarstjórnar. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt og nam við University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum þaðan sem hún lauk BA prófi árið 1992. Hún starfaði um nokkurra ára skeið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins, bæði á Ísafirði og í Noregi. Birna er búsett á Ísafirði ásamt sambýlismanni og fjórum ungum börnum.