Birna Lárusdóttir

Forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar/Chairman of the town council of Ísafjarðarbær.
Birna Lárusdóttir hefur setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá 1998, lengst af sem forseti bæjarstjórnar. Hún er fjölmiðlafræðingur að mennt og nam við University of Washington í Seattle í Bandaríkjunum þaðan sem hún lauk BA prófi árið 1992. Hún starfaði um nokkurra ára skeið sem fréttamaður Ríkisútvarpsins, bæði á Ísafirði og í Noregi. Birna er búsett á Ísafirði ásamt sambýlismanni og fjórum ungum börnum.

Grímur Atlason

Bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar/Mayor of Bolungarvík
Grímur Atlason er menntaður þroskaþjálfi og starfaði í geiranum í Reykjavík og í Danmörku. Hann er mikill tónlistarmaður og hefur á tímabili rekið eigið fyrirtæki og innflutt tónlistarmenn. Grímur er bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.

Hjálmar Sveinsson

Útvarpsmaður/Journalist
Hjálmar Sveinsson er menntaður í heimspeki. Hjálmar er stofnandi úrgáfufélagsins Omdúrman og atviksbóka-ritraðarinnar. Hann starfar sem útvarpsmaður og þýðandi. Hjálmar er þekktur úr þáttum eins og Spegillinn og Krossgötur

Linda Rós Alfreðsdóttir

Starfsmaður félagsmálaráðuneytisins í málefnum innflytjenda/Ministry of Social Affairs, Immigration
Linda Rós lauk námi B.A. námi í guðfræði við Háskóla Ísland árið 2003 þar sem hún lagði áherslu á trúarbragðafræði. Árið 2006 lauk hún Mastersnámi í Íslam og Miðaustlandafræði þar sem sérsvið hennar er þróun lagarhefðar innan Íslams með tillit til fatwa og internetsins. Í gegnum árin hefur Linda Rós unnið að ýmsum verkefnum tengdum málefnum innflytjenda. Má þar nefna störf við fjölmenningarlegan leikskóla og tilraunaverkefni á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur.