Umsókn

Námskeiðið fer allt fram á íslensku og er því nauðsynlegt er að þáttakendur hafi góðan skilning á íslensku og geti haldið uppi skilvirkum samræðum og geti t.d. skilið meira og minna það sem fram fer í fréttum og geti almennt lesið sér til gagns og gamans.

Evrópski tungumálaramminn B2

Hlustun: Ég get skilið langan málflutning og fyrirlestra, og ég get fylgst með frekar flóknum rökræðum ef efnið er mér kunnugt. Ég get skilið fréttir og flesta sjónvarpsþætti með fréttatengdu efni. Ég get skilið flestar kvikmyndir á stöðluðum mállýskum:

Lestur: Ég get lesið greinar og skýrslur sem tengjast vandamálum samtímans þar sem koma ákveðin viðhorf eða skoðanir. Ég skil nútíma bókmenntatexta.

Samræður: Ég get tekið þátt í samræðum af nokkru öryggi og án mikillar umhugsunar í reglulegum samskiptum við þá sem hafa málið að móðurmáli. Ég get tekið virkan þátt í umræðum um kunnugleg málefni, gert grein fyrir og haldið mínum skoðunum á lofti. Ég get gefið skýra og nákvæma lýsingu á ýmsum hlutum sem tengjast mínu áhugasviði. Ég get útskýrt skoðanir mínar á málefnum sem eru ofarlega á baugi og lýst kostum og göllum við mismunandi valkosti.

Skriftir: Ég get skrifað skýra, nákvæma texta um ýmis efni sem tengjast áhugasviði mínu. Ég get skrifað ritgerð eða skýrslu, komið upplýsingum á framfæri eða fært rök fyrir eða gegn ákveðnu sjónarhorni. Ég get skrifað bréf og lagt áherslu á mikilvægi ýmissa atburða og reynslu.

The course fee is 65.000 ISK for the April course and 55.000 for the August course and can be paid by bank transfer or by credit card. To secure your registration, the course fee should be settled at your earliest convenience and no later than 30 days after you have received your confirmation letter. 

If you pay by bank transfer please be sure to add the reference number 1521 with the payment. 

Account Name : Haskolasetur Vestfjarda
Account Number : 0154 26 4000
Account Address : Sudurgata 12, 400 Isafjordur, Iceland
Swift Number : NBIIISRE
IBAN Number : IS29 0154 26 004000 610705 0220
Name of Bank : NBI hf
Address of Bank: Austurstæti 11, 101 Reykjavík, Iceland

Please do not forget to list your name on the bank transfer, especially if you are not the holder of the account from which the payment is made. We also ask you to send a confirmation to islenska@uw.is

Please see our cancellation policy here

Do you live and work in Iceland? If you are a working member of a union in Iceland, you can apply to your union for funds towards courses or training. For detailed information on who is eligible for grants and for instructions on how to apply, please contact your union or visit their websites. Please note that staff members of the University Centre cannot provide any information in this regard.

 

Pay by credit card

Umsóknareyðublað (application form).

Vinsamlegast sendu útfyllta eyðublaðið til islenska@uw.is

Þegar þú hefur fengið staðfestingarbréfið biðjum við þig um að greiða þátttökugjaldið, 55.000 ISK, innan 30 dagar til að tryggja pláss á námskeiðinu. Ef þú getur ekki greitt fyrir þennan tíma máttu hafa samband við okkur.

Við gerum ráð fyrir að allar umsóknir fyrir september-námskeið og greiðslur hafi borist fyrir 30. júlí. Umsóknir sem berast eftir 30.07. eru velkomnar ef pláss er á námskeiðinu.

Um leið og þú færð staðfestingarbréf frá okkur mælum við með að þú byrjir að skoða gistimöguleika. 

Frekari upplýsingar um námskeiðsgjaldið má nálgast undir flipanum Námskeiðsgjald. Ef þú ert virkur meðlimur í verkalýðsfélagi á Íslandi getur þú sótt um styrk hjá þínu félagi til þess að greiða námskeiðsgjöld. Vinsamlega athugaðu að starfsfólk Háskólaseturs getur ekki veitt frekari upplýsingar um styrki en þær færðu hjá þínu verkalýðsfélagi með því að hafa samband í síma, í gegnum netfang eða með því að skoða heimasíðu félagsins.