Námskeiðislýsing

Námskeiðið tekur mið af evrópska tungamálarammanum og verður leitast við að æfa alla fimm þætti hans á gagnvirkan hátt (hlustun, lestur, samræður, talmál, skriftir). Námskeiðið fer allt fram á íslensku. Því er nauðsynlegt að þátttakendur hafi góðan skilning á íslensku og geti haldið uppi skilvirkum samræðum. Þeir þurfa til dæmis að skilja að mestu leyti það sem er í fréttum og geta lesið sér til gagns og gamans.

Lögð er áhersla á orðaforða með lestri valdra texta: blaðagreinar; brot úr skáldsögum; pistla og ljóð. Eins og í öðrum námskeiðum Háskólaseturs verður einnig lögð áhersla á efni sem tengist Vestfjörðum og Ísafirði, meðal annars menningu, sögu og náttúru svæðisins. Kennslan verður í fyrirlestraformi og samræðum í tímum en einnig verður farið í heimsóknir á valda staði á Ísafirði og nágrenni, hlustað á kynningar og talað um viðfangsefni kynninganna. 

Nemendur setja saman texta um heimsóknir og upplifun sína með aðstoð kennara. Eftir kennslu hvers dags fá nemendur heimaverkefni sem kennarinn fer yfir og aðstoðar nemendur með það sem betur má fara. Á námskeiðinu horfa nemendur á valdar íslenskar kvikmyndir með íslenskum texta ásamt kennara.  

Ekki er lögð áhersla á málfræði en þó verður eitthvað farið í málfræðiatriði sem hæfa þessu stigi.

Vinsamlegast hafið samband við islenska@uw.is ef þið hafið einhverjar spurningar. 

 

Dagsetningar námskeiðanna árið 2023 eru 1. til 6. apríl og 7. til 11. ágúst. 

 

 

 

Námskeiðið innifelur um 30 kennslustundir. Kennsla fer fram á hverjum degi; frá klukkan 9 fram eftir hádegi. 

Lögð er áhersla á orðaforða með lestri valdra texta eins og efni sem tengist Vestfjörðum og Ísafirði með áherslu á menningu, sögu og náttúru svæðisins. Við förum í heimsóknir á valda staði á Ísafirði, hlustum á kynningar og tölum um viðfangsefni kynningarinnar. Þar að auki fáum við heimsókn í tíma. Eftir kennslu dagsins fá þátttakendur heimaverkefni sem kennari fer yfir og liðsinnir viðkomandi um það sem betur má fara. Horft verður á valdar íslenskar kvikmyndir með íslenskum texta.