Kennarar

Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er fæddur árið 1975 á Suðurlandi en hann lauk BA námi frá Háskóla Íslands árið 2004. Árið 2005 flutti hann til Berlínar í Þýskalandi til þess að stunda nám í heimspeki og þýskum bókmenntum. Undanfarin ár hefur hann búið ásamt fjölskyldu sinni í Zagreb.

Ólafur hefur kennt íslensku í mörg ár í ýmsum skólum í Þýskalandi og einnig á netinu í gegnum eigin síðu „lærum íslensku”. Árið 2010 byrjaði Ólafur að kenna á íslenskunámskeiðum Háskólaseturs Vestfjarða og frá 2014 hefur hann einnig kennt námskeið hjá SIT sem er gestaskóli hjá Háskólasetrinu.

Ólafur er mörgum hæfileikum búinn: hann var markmaður hjá landsliði Íslands  undir 18 ára aldri í fótbolta og söngvari í rokk, pönk og sveitasöngvahljómsveitum. Hann hefur gefið út nokkrar plötur og tvær bækur, skrifað greinar um íslenskar og þýskar bókmenntir og birt verk á menningarvefsíðu starfafugl.

Þegar hann er ekki á Íslandi heldur hann fyrirlestra um Ísland, tungumálið og bókmenntir, þýðir úr ensku og þýsku yfir á íslensku og   íslenskar kvikmyndir yfir á þýsku.

Hann er í eðli sínu mikill tungumálamaður en fyrst og fremst er hann áhugasamur kennari og kann vel að meta spurula nemendur. Allt sem þú vilt vita, frá fallbeygingu óreglulegra sagna til íslenskrar tónlistar, getur hann frætt þig um.

1 of 2