Merki Háskólaseturs Vestfjarða var upphaflega hannað af af Wilfried Bullerjahn árið 2005. Merkið endurspeglar starfssvæði Háskólasetursins en örin sem táknar Vestfirði vísar út og gefur því til kynna að starfsemin teygi sig út fyrir landssteinana. Í byrjun árs 2008 fór Háskólasetrið í samstarf við Vinnustofu Atla Hilmarssonar um útlit kynningarefnis. Í framhaldinu var merki Háskólaseturs uppfært með leturnotkun og stillingu lita en það hélt þó séreinkennum sínum.
Við biðjum þá sem nota merki Háskólasetursins vinsamlegast að kynna sér notkunarreglur þess.
Merkið er til í tveimur litaútgáfum. Annarsvegar til notkunar á hvítum fleti og hinsvegar á bláum. Merkið skal þó aðallega nota á hvítum fleti.
Merkið er einnig til í svarthvítu í öllum útgáfum, auk þess sem merki án leturs er fáanlegt. Sé þörf á þessum útgáfum eða á merkinu á vektoraformi má hafa samband við Inga Björn Guðnason í síma 450-3042 eða í gegnum tölvupóst mv@uw.is.