„Það var allt á floti allsstaðar“

Undanfarin tvö ár hefur Herdís Sigurjónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, verið hluti af kennaraliði Háskólaseturs Vestfjarða í meistaranáminu í haf- og strandsvæða-stjórnun. Hún kennir námskeið í hamfarastjórnun og dvelur jafnan á Ísafirði í þrjár vikur í senn í tengslum við námskeiðin. Í febrúarbyrjun á þessu ári, þegar Herdís var einmitt stödd á Ísafirði við kennslu dróg til tíðinda. Umtalsverðir vatnavextir ollu miklum skemmdum í bænum og skapaðist ástand sem kallaði á viðbrögð almannavarna. Herdís féllst á að deila frásögn sinni af því hvernig hún upplifði atburðarrás þessara daga á Ísafirði og hvernig hún fléttaði hana inn í kennsluna.

Nemendur á námskeiði Herdísar Sigurjónsdóttur í heimsókn á skrifstofu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Gísla Halldórs Halldórssonar.
Nemendur á námskeiði Herdísar Sigurjónsdóttur í heimsókn á skrifstofu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Gísla Halldórs Halldórssonar.
1 af 10

Heimsókn á Svalbarða

Nýverið heimsóttu kennslustjóri og fagstjóri Háskólaseturs Vestfjarða kollega sína í Háskólasetrinu á Svalbarða. Bækistöðvar þess eru í norska bænum Longyearbyen, sem er á 78. breiddargráðu og því 12 breiddargráðum norðar en Ísafjörður. Til að komast til Longyearbyen þurftu Kristín og Dagný að taka fjögur flug og tekur ferðalagið yfirleitt um 48 tíma með stoppum. Millilent var í Tromsö og farið í gegnum vegabréfaskoðun þar sem Svalbarði undir fjölþjóðlegri stjórn og ekki hluti af Shengen.

Dagný og Kristín fyrir utan aðalbyggingu Háskólasetursins á Svalbarða.
Dagný og Kristín fyrir utan aðalbyggingu Háskólasetursins á Svalbarða.

Ræða rannsóknir á hættumati vegna sjávarflóða

Prófessor Mike Phillips, fastur gestakennari við Háskólasetrið, og Björn Erlingsson, sérfræðingur í sjávarflóðum við útibú Veðurstofunnar á Ísafirði, ræddu sameiginlegt rannsóknarsvið sitt, áhættumat vegna sjávarflóða, á meðan á dvöl prófessor Phillips stóð hér á Ísafirði fyrr í mánuðinum.

Verkefni þeirra Björns Erlingssonar og Mike Phillips tengjast náið og því er ekki að undra að þeir séu farnir að skoða möguleika á samstarfi í rannsóknum sínum. Mike Phillips orðaði þetta vel á eftirfarandi hátt: „Þú kemur á heimsenda, kennir skörpum nemendum og rekst svo á vísindamenn sem hafa sömu rannsóknaráhugamál og þú sjálfur. Þetta er magnað og einmitt það sem mér líkar svo vel við Ísafjörð.“

Eldri færslur