Samfélag haf- og strandsvæðanema á stóran stað í hjarta mínu

Fyrir tæpum sex árum flutti William Davies frá London til Ísafjarðar til að hefja nám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ýmsar ástæður réðu því að Will ákvað að yfirgefa heimaborg sína og setjast að í litlum og afskekktum bæ, sem bar nafn sem hann gat alls ekki borið fram og leit undarlega út á landakorti. Hann hafði aldrei komið til Íslands en ævintýraþrá og löngunin til að brjótast út úr viðjum vanans leiddu hann til Ísafjarðar haustið 2010.

Will Davies í hjólaferð um Óshlíð síðastliðið haust.
Will Davies í hjólaferð um Óshlíð síðastliðið haust.
1 af 4

Plastétandi sjófuglar rannsakaðir á Ísafirði

Ég kom í fyrsta sinn til Íslands í febrúar árið 2010. Sól skein í heiði á Ísafirði þegar vélin lenti. Síðar komumst við að því að það var algjör undantekning. Snjór lá yfir öllu og við vorum spennt fyrir ævintýrunum framundan. Við (Carla, Marlous og ég, þýskir og hollenskir nemar við Van Larenstein háskólann í hagnýtum vísindum í Hollandi) stunduðum öll BA nám í haf- og strandsvæðastjórnun við skólann. Við fengum einstakt tækifæri til að fara erlendis í sex mánuði til náms, en ekki nóg með það heldur fengum við að fara alla leið til Ísafjarðar sem er að finna á hinum villta Vestfjarðarkjálka, en bærinn telur aðeins 2500 íbúa! Við vorum fyrstu nemarnir af okkar tagi sem höfðum möguleika á að stunda nám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða en síðan þá hafa hollenskir nemar heimsótt Vestfirði nær árlega. Það er frábært tækifæri fyrir nemendur og góð tilbreyting fyrir nemendasamfélagið í bænum.

Susanne Kühn greinir sýni úr íslenskum fýl á rannsóknastofu Náttúrustofu Vestfjarða.
Susanne Kühn greinir sýni úr íslenskum fýl á rannsóknastofu Náttúrustofu Vestfjarða.
1 af 4

„Maður er svo öruggur hérna“

Kirsten McCaffrey er 22 ára Kanadamær sem flutti til Ísafjarðar fyrir sléttum þremur mánuðum til að hefja nám á fyrsta ári í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Nú þegar hefur hún tekið að sér formennsku í nemendafélaginu Ægi, námið sækist vel og svo virðist sem hún sé að ná góðri fótfestu í íslensku samfélagi þrátt fyrir skamma dvöl. 

Við báðum Kirsten að setja á blað hugleiðingar um komuna til Ísafjarðar, hvernig á því stóð að hún valdi Ísafjörð sem vettvang fyrir meistaranámið sitt og ráðleggingar til þeirra sem hugsanlega vilja feta í fótspor hennar. Heimahagarnir í Nova Scotia eru víðsfjarri en hún er augljóslega sátt við ákvörðun sína og nýtur lífsins hér á norðurslóðum.

Kirsten McCaffrey í kennslustofu í Haf- og strandsvæðastjórnunarnáminu við Háskólasetur Vestfjarða.
Kirsten McCaffrey í kennslustofu í Haf- og strandsvæðastjórnunarnáminu við Háskólasetur Vestfjarða.
1 af 9

Ísland og Ísafjörður - Anddyri norðurslóðanna

Michael Honeth hefur kennt við Háskólasetur Vestfjarða síðastliðin fjögur ár. Hann er haffræðingur að mennt frá Dalhousie háskólanum í Nova Scotia í Kanada og hefur víðtæka reynslu á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar. Kennslan við Háskólasetrið er viðbót við fullt starf forstöðumanns sjávarrannsóknamiðstöðvar á Tobacco Caye, lítilli eyju á kóralrifunum í Belize. Þess utan vinnur Michael nú að því að koma á fót sjávarrannsóknamiðstöð á Ísafirði sem byggir á sömu hugmyndafræði og sú í Belize. Að mati Michaels er Ísafjörður fullkominn staður fyrir slíka stöð.

Michael tók sér tíma frá kennslunni á Ísafirði nú í október til að spjalla um þau fjölbreyttu verkefni sem hann er að fást við ásamt því að segja okkur frá því hvernig áhugi hans á Íslandi kviknaði.

Michael Honeth og Mathilde Loubeyres við kajann á Ísafirði haustið 2015.
Michael Honeth og Mathilde Loubeyres við kajann á Ísafirði haustið 2015.
1 af 6

„Það var allt á floti allsstaðar“

Undanfarin tvö ár hefur Herdís Sigurjónsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, verið hluti af kennaraliði Háskólaseturs Vestfjarða í meistaranáminu í haf- og strandsvæða-stjórnun. Hún kennir námskeið í hamfarastjórnun og dvelur jafnan á Ísafirði í þrjár vikur í senn í tengslum við námskeiðin. Í febrúarbyrjun á þessu ári, þegar Herdís var einmitt stödd á Ísafirði við kennslu dróg til tíðinda. Umtalsverðir vatnavextir ollu miklum skemmdum í bænum og skapaðist ástand sem kallaði á viðbrögð almannavarna. Herdís féllst á að deila frásögn sinni af því hvernig hún upplifði atburðarrás þessara daga á Ísafirði og hvernig hún fléttaði hana inn í kennsluna.

Nemendur á námskeiði Herdísar Sigurjónsdóttur í heimsókn á skrifstofu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Gísla Halldórs Halldórssonar.
Nemendur á námskeiði Herdísar Sigurjónsdóttur í heimsókn á skrifstofu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Gísla Halldórs Halldórssonar.
1 af 10

Heimsókn á Svalbarða

Nýverið heimsóttu kennslustjóri og fagstjóri Háskólaseturs Vestfjarða kollega sína í Háskólasetrinu á Svalbarða. Bækistöðvar þess eru í norska bænum Longyearbyen, sem er á 78. breiddargráðu og því 12 breiddargráðum norðar en Ísafjörður. Til að komast til Longyearbyen þurftu Kristín og Dagný að taka fjögur flug og tekur ferðalagið yfirleitt um 48 tíma með stoppum. Millilent var í Tromsö og farið í gegnum vegabréfaskoðun þar sem Svalbarði undir fjölþjóðlegri stjórn og ekki hluti af Shengen.

Dagný og Kristín fyrir utan aðalbyggingu Háskólasetursins á Svalbarða.
Dagný og Kristín fyrir utan aðalbyggingu Háskólasetursins á Svalbarða.

Ræða rannsóknir á hættumati vegna sjávarflóða

Prófessor Mike Phillips, fastur gestakennari við Háskólasetrið, og Björn Erlingsson, sérfræðingur í sjávarflóðum við útibú Veðurstofunnar á Ísafirði, ræddu sameiginlegt rannsóknarsvið sitt, áhættumat vegna sjávarflóða, á meðan á dvöl prófessor Phillips stóð hér á Ísafirði fyrr í mánuðinum.

Verkefni þeirra Björns Erlingssonar og Mike Phillips tengjast náið og því er ekki að undra að þeir séu farnir að skoða möguleika á samstarfi í rannsóknum sínum. Mike Phillips orðaði þetta vel á eftirfarandi hátt: „Þú kemur á heimsenda, kennir skörpum nemendum og rekst svo á vísindamenn sem hafa sömu rannsóknaráhugamál og þú sjálfur. Þetta er magnað og einmitt það sem mér líkar svo vel við Ísafjörð.“

Eldri færslur