Farsælt samstarf um vettvangsskóla í áratug

Í sumar verða tíu ár liðin frá því að Háskólasetur Vestfjarða og School for International Training (SIT) í Bandaríkjunum tóku upp samstarf um vettvangsskóla á Vestfjörðum. Námið er sniðið að þörfum bandarískra nemenda í grunnháskólanámi sem velja að verja einni önn í námi sínu erlendis.  Vel á þriðja hundrað nemendur hafa komið vestur í tengslum við SIT á þessum áratug sem liðinn er. Þeir hafa sett svip sinn á vestfirskt mannlíf og kynnst heimamönnum vel, einkum í gegnum heimagistingar sem eru fastur liður í náminu og gerir nemendum kleift að kynnist betur menningu og siðum landsins.

Kveðjuhóf í Arnardal (sumar 2015).
Kveðjuhóf í Arnardal (sumar 2015).
1 af 10

Ísafjörður vel fallinn til vettvangsferða

Háskólasetur Vestfjarða minnir oft og tíðum á lestarstöð í erlendri borg þar sem fólk af allskyns þjóðernum kemur saman í hinum ýmsu erindagjörðum. Meistaranemendur Háskólaseturs koma víðsvegar að úr heiminum auk þess sem kennarar og starfsfólk setursins er af ýmsum uppruna. Alþjóðlegir vettvangsskólar eru einnig að sækja til Vestfjarða í auknum mæli í samvinnu við Háskólasetrið.

Á útmánuðum bættist enn í flóruna en þá kom til setursins Dr. Brack Hale, bandarískur prófessor í umhverfisfræði við Franklin háskólann í Sviss, en Brack er í rannsóknarleyfi við Háskólasetrið þessa önnina þar sem hann skoðar m.a. samhengi vettvangsskóla og ágangs á vinsæla ferðamannastaði á Vestfjörðum. Hann er þó ekki ókunnur Vestfjörðum því hann hefur komið vestur með hóp nemenda í vettvangsskóla frá Franklin í nokkur ár og er væntanlegur aftur síðar á árinu. Hann kann svo vel við sig á Íslandi að hann hefur lagt það á sig að læra íslensku og hefur náð náð mjög góðum tökum á henni.

Dr. Brack Hale í gönguferð í tengslum við vettvangssferð á Íslandi frá Franklin háskóla árið 2014. (Ljósmynd: Madison Steven)
Dr. Brack Hale í gönguferð í tengslum við vettvangssferð á Íslandi frá Franklin háskóla árið 2014. (Ljósmynd: Madison Steven)
1 af 6

„Doktorsnemaherbergið mun laða fleiri að“

Fyrsti leigjandinn er þegar fluttur inn í hið nýja doktorsnemaherbergi sem Háskólasetur Vestfjarða býður nú í fyrsta skipti til leigu. Um er að ræða  rúmgóða skrifstofu sem getur hýst tvo doktorsnema í senn. Skrifstofan er á besta stað í húsakynnum Háskólaseturs en henni fylgir aðgangur að allri þjónustu setursins. Með því að bjóða upp doktorsnemaherbergi vill Háskólasetrið leggja sitt af mörkum til að auðga hið akademíska umhverfi á Ísafirði, en doktorsnemar eru ekki aðeins sérfræðingar á sínum sviðum heldur stunda þeir oft ýmsa kennslu á svæðinu og nýtast auk þess í ýmis staðbundin verkefni, mögulega tengd atvinnulífinu.

Doktorsneminn Sigurður Halldór Árnason við rannsóknir á dvergbleikju.
Doktorsneminn Sigurður Halldór Árnason við rannsóknir á dvergbleikju.
1 af 5

Þang, þari og efld tengsl við Grænland

Í byrjun nóvember lögðu leið sína til Grænlands samstarfsmennirnir og nafnarnir Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, og Peter Krost, kennari í sjávareldi við Háskólasetrið. Ferðin var farin í þeim tilgangi að tengja Háskólasetrið betur samstarfsaðilum á Grænlandi. Einnig kynntu þeir félagar sér notkun þangs og þara og sóttu heim ýmsar stofnanir og fyrirtæki í Grænlandi.

Í Nuuk á Grænlandi.
Í Nuuk á Grænlandi.
1 af 5

Rannsókn á nýtingu varma úr sjó

Nýverið varði Majid Eskafi meistarprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um möguleika þess að nýta varma úr sjó við strendur Íslands. Rannsókn hans byggir á mælingum sem gerðar voru í Önundarfirði á tólf mánaða tímabili frá 1. apríl 2015 til 1. apríl 2016. Majid setti saman skemmtilegt myndband sem sýnir m.a. sjósettningu mælitækjanna á mismunandi stöðum í Önundarfirði ásamt gagnaöflun og viðhaldi þeirra yfir tímabilið.

Majid Eskafi rannsakaði möguleika á nýtingu varma úr sjó sem orkugjafa í meistaraprófsverkefni sínu.
Majid Eskafi rannsakaði möguleika á nýtingu varma úr sjó sem orkugjafa í meistaraprófsverkefni sínu.

Fagstjóri kveður eftir sjö ára starf

Nýverið auglýsti Háskólasetur Vestfjarða lausa til umsóknar stöðu fagstjóra meistaranámsbrautar í haf- og strandsvæðastjórnun. Undanfarin sjö ár hefur Dagný Arnarsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, gegnt starfinu en hún hverfur nú til annarra starfa hjá umhverfis-  og auðlindaráðuneyti. Þetta er ærið tilefni til þess að líta um öxl og ræða við fráfarandi fagstjóra, um það sem hefur áunnist og dvölina í landshlutanum  sem hún hafði aldrei heimsótt fyrir ráðningu í starfið.

Dagný Arnarsdóttir á Holtsodda nú í vor. Hún hefur starfað sem fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun síðan í desember 2009. Á næstu vikum kveður hún þennan starfsvettvang.
Dagný Arnarsdóttir á Holtsodda nú í vor. Hún hefur starfað sem fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun síðan í desember 2009. Á næstu vikum kveður hún þennan starfsvettvang.
1 af 2

Ísafjörður og meistaranámið góður undirbúningur fyrir framtíðina

Fimm ár eru nú liðin síðan Joshua Mackintosh útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hann er kanadískur að uppruna og lauk grunnháskólanámi sínu annarsvegar í Dalhousie Háskólanum og hinsvegar  Acadia Háskólanum í Kanada. Áður en að útskriftinni frá Háskólasetrinu kom vorið 2011 hafði hann þegar verið ráðinn í áhugavert starf í Norðvesturhéruðum Kanada. Nú starfar hann á vegum hins opinbera í Alberta í Kanada og fullyrðir að námið og dvölin á Ísafirði hafi lagt góðan grunn að starfsframa hans.

Joshua við Louise-vatn  árið 2013 stuttu eftir að hann fluttist til Alberta í Kanada.
Joshua við Louise-vatn árið 2013 stuttu eftir að hann fluttist til Alberta í Kanada.
1 af 9

Samfélag haf- og strandsvæðanema á stóran stað í hjarta mínu

Fyrir tæpum sex árum flutti William Davies frá London til Ísafjarðar til að hefja nám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Ýmsar ástæður réðu því að Will ákvað að yfirgefa heimaborg sína og setjast að í litlum og afskekktum bæ, sem bar nafn sem hann gat alls ekki borið fram og leit undarlega út á landakorti. Hann hafði aldrei komið til Íslands en ævintýraþrá og löngunin til að brjótast út úr viðjum vanans leiddu hann til Ísafjarðar haustið 2010.

Will Davies í hjólaferð um Óshlíð síðastliðið haust.
Will Davies í hjólaferð um Óshlíð síðastliðið haust.
1 af 4

Plastétandi sjófuglar rannsakaðir á Ísafirði

Ég kom í fyrsta sinn til Íslands í febrúar árið 2010. Sól skein í heiði á Ísafirði þegar vélin lenti. Síðar komumst við að því að það var algjör undantekning. Snjór lá yfir öllu og við vorum spennt fyrir ævintýrunum framundan. Við (Carla, Marlous og ég, þýskir og hollenskir nemar við Van Larenstein háskólann í hagnýtum vísindum í Hollandi) stunduðum öll BA nám í haf- og strandsvæðastjórnun við skólann. Við fengum einstakt tækifæri til að fara erlendis í sex mánuði til náms, en ekki nóg með það heldur fengum við að fara alla leið til Ísafjarðar sem er að finna á hinum villta Vestfjarðarkjálka, en bærinn telur aðeins 2500 íbúa! Við vorum fyrstu nemarnir af okkar tagi sem höfðum möguleika á að stunda nám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða en síðan þá hafa hollenskir nemar heimsótt Vestfirði nær árlega. Það er frábært tækifæri fyrir nemendur og góð tilbreyting fyrir nemendasamfélagið í bænum.

Susanne Kühn greinir sýni úr íslenskum fýl á rannsóknastofu Náttúrustofu Vestfjarða.
Susanne Kühn greinir sýni úr íslenskum fýl á rannsóknastofu Náttúrustofu Vestfjarða.
1 af 4

„Maður er svo öruggur hérna“

Kirsten McCaffrey er 22 ára Kanadamær sem flutti til Ísafjarðar fyrir sléttum þremur mánuðum til að hefja nám á fyrsta ári í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Nú þegar hefur hún tekið að sér formennsku í nemendafélaginu Ægi, námið sækist vel og svo virðist sem hún sé að ná góðri fótfestu í íslensku samfélagi þrátt fyrir skamma dvöl. 

Við báðum Kirsten að setja á blað hugleiðingar um komuna til Ísafjarðar, hvernig á því stóð að hún valdi Ísafjörð sem vettvang fyrir meistaranámið sitt og ráðleggingar til þeirra sem hugsanlega vilja feta í fótspor hennar. Heimahagarnir í Nova Scotia eru víðsfjarri en hún er augljóslega sátt við ákvörðun sína og nýtur lífsins hér á norðurslóðum.

Kirsten McCaffrey í kennslustofu í Haf- og strandsvæðastjórnunarnáminu við Háskólasetur Vestfjarða.
Kirsten McCaffrey í kennslustofu í Haf- og strandsvæðastjórnunarnáminu við Háskólasetur Vestfjarða.
1 af 9
Eldri færslur