mánudagur 3. febrúar 2020

Samfélagslegar rannsóknir á verndun laxastofna í Kyrrahafinu

Meistaranemar við Háskólasetur Vestfjarða hafa tækifæri til að vinna að meistaraprófsrannsóknum sínum hvar sem er í heiminum. Þetta á bæði við námsleiðina Haf- og strandsvæðastjórnun og nýju námsleiðina Sjávarbyggðafræði. Margir nemendur kjósa engu að síður að vinna að sínum lokaverkefnum á Vestfjörðum eða annarsstaðar á Íslandi. Sumir kjósa þó að nýta þetta tækifæri og til að rannsaka efni á sínum heimaslóðum eða kanna heiminn og leggja eitthvað af mörkum í fjarlægum heimsálfum. Tvö góð dæmi um nemendur sem snúa á sínar heimaslóðir til að vinna að lokaverkefnum eru þær Jade Steel og Rheanna Drennen, nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun sem innrituðust í námið árið 2018. Báðar sneru heim til Bresku Kólumbíu í Kanada eftir að hafa lokið námskeiðum á Ísafirði og báðar hafa þær unnið að samfélagslegum rannsóknum sem tengjast verndun laxastofna í Kyrrahafinu.

Samstarf við Heiltsuk ættlfokkinn

Jade Steel hefur starfað með Heiltsuk Integrated Resource Management Department (HIRMD) í Bella Bella, en það er auðlindanytjadeild Heiltsuk ættflokksins, og Natalie Ban við Háskólann í Viktoríu að rannsókn sinni. Í rannsókninni leitast hún við að greina hvaða laxastofnar eru nýttir af ættlfokknum með erfðafræðigreiningu. Auk þess hefur hún unnið ítarleg viðtöl við Heiltsuk veiðimenn til þess að skilja og greina þær hindranir sem veiðimennirnir eiga við að etja hvað varðar aðgengi að auðlindinni. Þetta eykur skilning á því hvernig fæða, samfélag og hefðbundnar veiðar hafa breyst í gegnum tíðina.

Í tengslum við rannsóknina hlaut Jade 3.000$ styrk frá HIRMD auk 2.000$ styrks frá Natalie Ban, við Háskólann í Viktoríu, til að fjármagna viðtalshluta rannsóknarinnar.

Staðbundin ákvarðanataka við vesturströnd Vancouver eyju

Fjögurhundruð og fimmtíu kílómbetrum sunnan við Bella Bella, fæst Rheanna Drennan við að rannsaka nýtingu staðbundinnar ákvörðunartöku á vesturströnd Vancouver eyju í Kanada. Í rannsókn sinni kannar hún hvernig landfræðileg upplýsingakerfi (GIS) eru notuð af yfirvöldum til stuðnings við verndun og nýtingu laxastofna við vesturströnd eyjunnar.

Rannsókn hennar er fyrsta formlega samstarfsverkefnið milli Háskólaseturs Vestfjarða og háskólans Vancouver Island University en Jamie Alley frá Háskólasetrinu og dr. Paul Zanderberg frá háskólanum á Vancouver eyju eru leiðbeinendur hennar.

Verkefnið sem Rheanna tekur þátt í var þróað í samstarfi við West Coast Aquatic (WCA), sem er staðbundin stjónsýslueining á eyjunni, og aðra hagsmunaaðila sem koma að samþættri stjórnun fiskveiða sem nú er verið að þróa á svæðinu. WCA hefur veitt rannsókn Rheanna syrk að upphæð 20.000$ enda er mikil samlegð af verkefni hennar við yfirstandandi vinnu.


Rheanna á síðasta degi sínum á Íslandi áður en hún sneri heim til að vinna að rannsókn sinni.
Rheanna á síðasta degi sínum á Íslandi áður en hún sneri heim til að vinna að rannsókn sinni.
1 af 2