Ávarp í tilefni Háskólahátíðar 2022
Hátíðarávarp Dr. Peter Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða í tilefni af brautskráningu og Háskólahátíð á Hrafnseyri, 17. júní 2022.
Hátíðarávarp Dr. Peter Weiss, forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða í tilefni af brautskráningu og Háskólahátíð á Hrafnseyri, 17. júní 2022.
Rannsóknahópur frá Háskólasetri Vestfjarða og Háskóla Íslands hefur lokið við verkefni sem fram fór í sumar og fjallar um gildi kríuvarpa fyrir æðarbændur og æðardúnsrækt. Verkefnið var stutt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var ætlað sem framhald af meistaraprófsrannsókn Eliza-Jane Morin um áhrif æðarbúskapar á kríuvarp á Íslandi. Dr. Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur við Háskóla Íslands, var leiðbeinandi þess verkefnis en rannsóknin sem fram fór í sumar var einmitt leidd af henni og dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóra Háskólaseturs. Catherine og Freydís leibeindu tveimur nemendum í sumar, þeim Hjörleifi Finnssyni, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið og Sigurlaugu Sigurðardóttir, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
Meistaranemar við Háskólasetur Vestfjarða hafa tækifæri til að vinna að meistaraprófsrannsóknum sínum hvar sem er í heiminum. Þetta á bæði við námsleiðina Haf- og strandsvæðastjórnun og nýju námsleiðina Sjávarbyggðafræði. Margir nemendur kjósa engu að síður að vinna að sínum lokaverkefnum á Vestfjörðum eða annarsstaðar á Íslandi. Sumir kjósa þó að nýta þetta tækifæri og til að rannsaka efni á sínum heimaslóðum eða kanna heiminn og leggja eitthvað af mörkum í fjarlægum heimsálfum. Tvö góð dæmi um nemendur sem snúa á sínar heimaslóðir til að vinna að lokaverkefnum eru þær Jade Steel og Rheanna Drennen, nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun sem innrituðust í námið árið 2018. Báðar sneru heim til Bresku Kólumbíu í Kanada eftir að hafa lokið námskeiðum á Ísafirði og báðar hafa þær unnið að samfélagslegum rannsóknum sem tengjast verndun laxastofna í Kyrrahafinu.
Nemendur í meistaranáminu í haf- og strandsvæðstjórnun hafa nú lokið námskeiðum og eru í óða önn að hefja vinnu við lokaverkefni sín. Í meistaranáminu við Háskólasetrið fá þeir tækifæri til að útfæra meistaraprófsverkefni sín frá grunni og geta því valið sér viðfangsefni hvar sem er í heiminum. Af tuttugu og tveimur nemendum sem nú hefja vinnu við lokaverkefni munu ellefu vinna þau á Íslandi. Af þessum ellefu munu fimm vinna verkefni hér á Vestfjörðum. Hér að neðan má fræðast nánar um þessi vestfirsku rannsóknarverkefni.
Við spyrjum okkur kannski ekki oft þeirrar spurningar hvaðan maturinn sem endar á diskinum okkar kemur. Með aukinni meðvitund um þau umhverfisáhrif sem flutningur matvæla á milli heimshluta veldur verður þessi spurning þó meira knýjandi og fleiri og fleiri varpa henni upp og bregðast við í tengslum við sitt eigið neyslumynstur. Jennifer Grace Smith útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun árið 2014 og fékkst einmitt við þetta viðfangsefni í lokaritgerð sinni.
Ellyn Davidson er upprennandi sjávarvistfræðingur frá Kanada sem brennur fyrir málefni Norðurslóða. Hún útskrifaðist árið 2016 úr Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið með meistaragráðu í auðlindastjórnun.
Náttúran í kringum Ísafjörð veitir óþrjótandi tækifæri fyrir nemendur til að sinna rannsóknum. Í raun þarf bara að fá góða hugmynd og hrinda henni í framkvæmd. Gott dæmi er meistaraprófsrannsókn Justins Brown, annars árs nemanda í haf- og strandsvæðastjórnun, sem hafði áhuga á að rannsaka hvali á Vestfjörðum. Síðastliðið sumar vann hann á hvalaskoðunarbátnum Ölver, sem rekin er af Amazing Westfjords. Samhliða vinnu sinni á bátnum safnaði Justin gögnum og kortlagði staðsetningu og ferðir hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi. Til að auðvelda þessa gagnaöflun sótti Justin um styrk til IDEA WILD sjóðsins til að festa kaup á Mavic Air Pro dróna til að ljósmynda hvalina.
Dr. Brad Barr, sem lengi hefur kennt við Háskólasetur Vestfjarða sem fastur gestakennari í haf- og strandsvæðastjórnun, er nú staddur á Ísafirði í öðrum erindagjörðum en venjulega. Þessa dagana sinnir Dr. Barr rannsóknarverkefni þar sem hann kannar varðveislu og ástand hvalveiðistöðva á Íslandi. Í verkefni Dr. Barr er sjónum beint að því að kortleggja ástand sögulegra minja um hvalveiðar á Íslandi. Einnig verða settar fram tillögur að því hvernig megi varðveita minjarnar og túlka þær.
Undanfarin ár hefur það verið fastur liður á haustönn nýrra haf- og strandsvæðastjórnunarnema Háskólaseturs Vestfjarða að fara í vettvangsferð á afskekkt svæði í nálægð Ísafjarðar. Ferðin er daglöng og í henni kynnast nemarnir ýmsu af því besta sem náttúra Vestfjarða hefur upp á að bjóða.
Nýnemar haustsins 2017 fóru í hina árlegu ferð nú í lok september og urðu Hesteyri í Jökulfjörðum og Vigur í Ísafjarðardjúpi fyrir valinu. Ferðin tókst í alla staði vel og naut hópurinn lífríkis Vestfjarða í einmuna blíðu, eins og sjá má á myndum sem fylgja hér.
Ellefu ár eru nú liðin síðan íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða hófu fyrst göngu sína og eru þau löngu orðin rótgróinn liður í starfsemi Háskólasetursins og mannlífi Vestfjarða, einkum á síðsumrum. Þegar þetta er ritað um miðjan ágúst sitja tæplega sjötíu nemendur allsstaðar að úr heiminum yfir íslenskubókunum, sumir á sínu fyrsta íslenskunámskeiði en aðrir lengra komnir. Nærri má geta að hátt í þúsund einstaklingar hafi sótt Vestfirði heim á þessum áratug í þeim tilgangi að læra hið einstaka tungumál Íslendinga.