Háskólasetrið hýsir Fulbright NFS fræðimann

Dr. Brad Barr, sem lengi hefur kennt við Háskólasetur Vestfjarða sem fastur gestakennari í haf- og strandsvæðastjórnun, er nú staddur á Ísafirði í öðrum erindagjörðum en venjulega. Þessa dagana sinnir Dr. Barr rannsóknarverkefni þar sem hann kannar varðveislu og ástand hvalveiðistöðva á Íslandi. Í verkefni Dr. Barr er sjónum beint að því að kortleggja ástand sögulegra minja um hvalveiðar á Íslandi. Einnig verða settar fram tillögur að því hvernig megi varðveita minjarnar og túlka þær.   

Brad Barr við hvalveiðistöðina á Stekkeyri í Hesteyrarfirði.
Brad Barr við hvalveiðistöðina á Stekkeyri í Hesteyrarfirði.
1 af 4

Nema úti í guðsgrænni náttúrunni

Undanfarin ár hefur það verið fastur liður á haustönn nýrra haf- og strandsvæðastjórnunarnema Háskólaseturs Vestfjarða að fara í vettvangsferð á afskekkt svæði í nálægð Ísafjarðar. Ferðin er daglöng og í henni kynnast nemarnir ýmsu af því besta sem náttúra Vestfjarða hefur upp á að bjóða.

Nýnemar haustsins 2017  fóru í hina árlegu ferð nú í lok september og urðu Hesteyri í Jökulfjörðum og Vigur í Ísafjarðardjúpi fyrir valinu. Ferðin tókst í alla staði vel og naut hópurinn lífríkis Vestfjarða í einmuna blíðu, eins og sjá má á myndum sem fylgja hér.

Það leiddist engum á bátnum þótt sjór gengi aðeins yfir. Mynd:Paul Verhoeff
Það leiddist engum á bátnum þótt sjór gengi aðeins yfir. Mynd:Paul Verhoeff
1 af 5

„Vestfirðir gagntóku mig“

Ellefu ár eru nú liðin síðan íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða hófu fyrst göngu sína og eru þau löngu orðin rótgróinn liður í starfsemi Háskólasetursins og mannlífi Vestfjarða, einkum á síðsumrum. Þegar þetta er ritað um miðjan ágúst sitja tæplega sjötíu nemendur allsstaðar að úr heiminum yfir íslenskubókunum, sumir á sínu fyrsta íslenskunámskeiði en aðrir lengra komnir. Nærri má geta að hátt í þúsund einstaklingar hafi sótt Vestfirði heim á þessum áratug í þeim tilgangi að læra hið einstaka tungumál Íslendinga.

Gísli Hvanndal, íslenskukennari, Stéphanie Klebetsanis, þýðandi og framhaldsnemi í íslensku, og Ingi Björn Guðnason, verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða og umsjónarmaður íslenskunámskeiða setursins.
Gísli Hvanndal, íslenskukennari, Stéphanie Klebetsanis, þýðandi og framhaldsnemi í íslensku, og Ingi Björn Guðnason, verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða og umsjónarmaður íslenskunámskeiða setursins.
1 af 6

Farsælt samstarf um vettvangsskóla í áratug

Í sumar verða tíu ár liðin frá því að Háskólasetur Vestfjarða og School for International Training (SIT) í Bandaríkjunum tóku upp samstarf um vettvangsskóla á Vestfjörðum. Námið er sniðið að þörfum bandarískra nemenda í grunnháskólanámi sem velja að verja einni önn í námi sínu erlendis.  Vel á þriðja hundrað nemendur hafa komið vestur í tengslum við SIT á þessum áratug sem liðinn er. Þeir hafa sett svip sinn á vestfirskt mannlíf og kynnst heimamönnum vel, einkum í gegnum heimagistingar sem eru fastur liður í náminu og gerir nemendum kleift að kynnist betur menningu og siðum landsins.

Kveðjuhóf í Arnardal (sumar 2015).
Kveðjuhóf í Arnardal (sumar 2015).
1 af 10

Ísafjörður vel fallinn til vettvangsferða

Háskólasetur Vestfjarða minnir oft og tíðum á lestarstöð í erlendri borg þar sem fólk af allskyns þjóðernum kemur saman í hinum ýmsu erindagjörðum. Meistaranemendur Háskólaseturs koma víðsvegar að úr heiminum auk þess sem kennarar og starfsfólk setursins er af ýmsum uppruna. Alþjóðlegir vettvangsskólar eru einnig að sækja til Vestfjarða í auknum mæli í samvinnu við Háskólasetrið.

Á útmánuðum bættist enn í flóruna en þá kom til setursins Dr. Brack Hale, bandarískur prófessor í umhverfisfræði við Franklin háskólann í Sviss, en Brack er í rannsóknarleyfi við Háskólasetrið þessa önnina þar sem hann skoðar m.a. samhengi vettvangsskóla og ágangs á vinsæla ferðamannastaði á Vestfjörðum. Hann er þó ekki ókunnur Vestfjörðum því hann hefur komið vestur með hóp nemenda í vettvangsskóla frá Franklin í nokkur ár og er væntanlegur aftur síðar á árinu. Hann kann svo vel við sig á Íslandi að hann hefur lagt það á sig að læra íslensku og hefur náð náð mjög góðum tökum á henni.

Dr. Brack Hale í gönguferð í tengslum við vettvangssferð á Íslandi frá Franklin háskóla árið 2014. (Ljósmynd: Madison Steven)
Dr. Brack Hale í gönguferð í tengslum við vettvangssferð á Íslandi frá Franklin háskóla árið 2014. (Ljósmynd: Madison Steven)
1 af 6

„Doktorsnemaherbergið mun laða fleiri að“

Fyrsti leigjandinn er þegar fluttur inn í hið nýja doktorsnemaherbergi sem Háskólasetur Vestfjarða býður nú í fyrsta skipti til leigu. Um er að ræða  rúmgóða skrifstofu sem getur hýst tvo doktorsnema í senn. Skrifstofan er á besta stað í húsakynnum Háskólaseturs en henni fylgir aðgangur að allri þjónustu setursins. Með því að bjóða upp doktorsnemaherbergi vill Háskólasetrið leggja sitt af mörkum til að auðga hið akademíska umhverfi á Ísafirði, en doktorsnemar eru ekki aðeins sérfræðingar á sínum sviðum heldur stunda þeir oft ýmsa kennslu á svæðinu og nýtast auk þess í ýmis staðbundin verkefni, mögulega tengd atvinnulífinu.

Doktorsneminn Sigurður Halldór Árnason við rannsóknir á dvergbleikju.
Doktorsneminn Sigurður Halldór Árnason við rannsóknir á dvergbleikju.
1 af 5

Þang, þari og efld tengsl við Grænland

Í byrjun nóvember lögðu leið sína til Grænlands samstarfsmennirnir og nafnarnir Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða, og Peter Krost, kennari í sjávareldi við Háskólasetrið. Ferðin var farin í þeim tilgangi að tengja Háskólasetrið betur samstarfsaðilum á Grænlandi. Einnig kynntu þeir félagar sér notkun þangs og þara og sóttu heim ýmsar stofnanir og fyrirtæki í Grænlandi.

Í Nuuk á Grænlandi.
Í Nuuk á Grænlandi.
1 af 5

Rannsókn á nýtingu varma úr sjó

Nýverið varði Majid Eskafi meistarprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun um möguleika þess að nýta varma úr sjó við strendur Íslands. Rannsókn hans byggir á mælingum sem gerðar voru í Önundarfirði á tólf mánaða tímabili frá 1. apríl 2015 til 1. apríl 2016. Majid setti saman skemmtilegt myndband sem sýnir m.a. sjósettningu mælitækjanna á mismunandi stöðum í Önundarfirði ásamt gagnaöflun og viðhaldi þeirra yfir tímabilið.

Majid Eskafi rannsakaði möguleika á nýtingu varma úr sjó sem orkugjafa í meistaraprófsverkefni sínu.
Majid Eskafi rannsakaði möguleika á nýtingu varma úr sjó sem orkugjafa í meistaraprófsverkefni sínu.

Fagstjóri kveður eftir sjö ára starf

Nýverið auglýsti Háskólasetur Vestfjarða lausa til umsóknar stöðu fagstjóra meistaranámsbrautar í haf- og strandsvæðastjórnun. Undanfarin sjö ár hefur Dagný Arnarsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur, gegnt starfinu en hún hverfur nú til annarra starfa hjá umhverfis-  og auðlindaráðuneyti. Þetta er ærið tilefni til þess að líta um öxl og ræða við fráfarandi fagstjóra, um það sem hefur áunnist og dvölina í landshlutanum  sem hún hafði aldrei heimsótt fyrir ráðningu í starfið.

Dagný Arnarsdóttir á Holtsodda nú í vor. Hún hefur starfað sem fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun síðan í desember 2009. Á næstu vikum kveður hún þennan starfsvettvang.
Dagný Arnarsdóttir á Holtsodda nú í vor. Hún hefur starfað sem fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun síðan í desember 2009. Á næstu vikum kveður hún þennan starfsvettvang.
1 af 2

Ísafjörður og meistaranámið góður undirbúningur fyrir framtíðina

Fimm ár eru nú liðin síðan Joshua Mackintosh útskrifaðist úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hann er kanadískur að uppruna og lauk grunnháskólanámi sínu annarsvegar í Dalhousie Háskólanum og hinsvegar  Acadia Háskólanum í Kanada. Áður en að útskriftinni frá Háskólasetrinu kom vorið 2011 hafði hann þegar verið ráðinn í áhugavert starf í Norðvesturhéruðum Kanada. Nú starfar hann á vegum hins opinbera í Alberta í Kanada og fullyrðir að námið og dvölin á Ísafirði hafi lagt góðan grunn að starfsframa hans.

Joshua við Louise-vatn  árið 2013 stuttu eftir að hann fluttist til Alberta í Kanada.
Joshua við Louise-vatn árið 2013 stuttu eftir að hann fluttist til Alberta í Kanada.
1 af 9
Eldri færslur