Skráningargjald
Árlegt skráningargjald í nám í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða er kr. 150.000 fyrir íslenska nemendur og aðra sem koma frá EES-löndum en fyrir þá sem koma frá löndum utan EES svæðisins er skráningargjald kr. 300.000.
Innheimta
Skráningargjald eru innheimt fyrir hvert skólaár sérstaklega. Það miðast við staðgreiðslu og skal vera að fullu greitt þann 30.júní (gjalddagi) ár hvert fyrir næsta skólaár.
Reikningsnúmer: 0154-26-4000
Kennitala: 610705-0220
Réttur til náms
Nemandi sem ekki greiðir skráningargjald á réttum tíma getur vænst þess að hafa fyrirgert rétti sínum til að hefja nám eða stunda áframhaldandi nám við skólann. Nemandi telst ekki skráður í nám fyrr en hann hefur greitt skráningargjald.
Endurgreiðsla
Skráningargjald er óendurkræft. Við sérstakar kringumstæður getur nemandi þó sótt um endurgreiðslu skólagjalda, en það á aðeins við í algerum undantekningartilvikum svo sem vegna alvarlegra veikinda. Hvert mál er metið sérstaklega. Sæki nemandi um endurgreiðslu þarf hann að leggja inn skriflegt erindi til kennslustjóra þess efnis þar sem ástæður beiðninnar eru útskýrðar og viðeigandi vottorðum og gögnum skilað inn. Ef endurgreiðsla er samþykkt fær nemandi þó aldrei endurgreitt meira en sem nemur helmingi skráningargjalds.