Inntökuskilyrði

Skilyrði fyrir inntöku í nám í haf- og strandsvæðastjórnun er að umsækjandi hafi lokið grunnháskólagráðu með fyrstu einkunn og gildir einu hvort um er að ræða BA, BSc eða BEd. 

Bakgrunnur umsækjenda í námi og starfi getur verið fjölbreytilegur enda er námið þverfræðilegt og byggir á mörgum fræðigreinum, einkum hagfræði, vistfræði, félagsvísindum og stjórnun.

Enska er samskipta- og kennslumál námsins. Gert er ráð fyrir að umsækjendur frá Íslandi, Norðurlöndunum og enskumælandi löndum búi yfir fullnægjandi kunnáttu og færni í tungumálinu. Sama á við um nemendur frá háskólum þar sem öll kennsla fer fram á ensku. Aðrir umsækjendur skulu sýna fram á nægjanlega enskukunnáttu með viðurkenndum prófum, t.d. TOEFL eða öðrum sambærilegum.