Námskeiðslýsingar
Í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun kynnast nemendur ýmsum aðferðum við stjórnun haf- og strandsvæða út frá efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum forsendum.
Námið samanstendur af kjarnaáföngum og valáföngum auk lokaverkefnis. Kjarnagreinarnar eru einkum kenndar í upphafi námsins enda eru þær grunnur að síðari áföngum. Í náminu er lögð áhersla á stjórnun og í flestum áföngum er lagt upp með þverfræðilega nálgun. Námsskráin er byggð þannig upp að námskeiðin gefi nemendum heildræna sýn á efnið, samtímis því sem þau eru gerð aðgengileg utanaðkomandi nemendum. Áhersla er lögð á hagnýta nálgun og lausn raunverulegra vandamála á grundvelli sjálfbærrar þróunar.
Hér á síðunni má finna námskeiðslýsingar fyrir öll námskeið. Sjá nánar um skipulag og uppröðun námskeiða í kennsluáætlunum.