Fagstjóri

Dr. Verónica Méndez Aragón er fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hún er með doktorsgráðu í vistfræði lífverusamfélaga (Community Ecology) frá East Anglia háskóla í Bretlandi, meistaragráðu í líffræðilegri fjölbreytni frá Háskólanum í Plymouth, í Bretlandi og BSc gráðu í sjávarlíffræði frá Fairleigh Dickinson háskólanum í Bandaríkjunum. Auk þess hefur hún lokið diplómu í umhverfisstjórnun sjávar frá International University Study Centre á Spáni. Veronica Mendez Aragon hefur síðustu árin unnið sem rannsóknarmaður við Háskóla Íslands og University of East Anglia. 

Veronica er alþjóðlega viðurkenndur sérfræðingur í vistfræði vaðfugla og hefur verið þátttakandi í fjölda rannsóknarverkefna í Evrópu í því sambandi. Undanfarin fimm ár hefur hún birt 13 greinar í virtum vísindatímaritum og kynnt rannsóknir sínar á mikils metnum alþjóðlegum ráðstefnum (British Ecological Society, British Ornithologist’ Union, International Ornithological Congress, Wader Study Gruopu, VISTIR)

Fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun hefur eftirfarandi hlutverk:

  • Fagleg umsjón með meistaranáminu, utanumhald og samræming námsskrár
  • Tengiliður milli meistaranámsnefndar, starfsfólks Háskólaseturs og nemenda í haf- og strandsvæðastjórnun
  • Leggur til ráðningar nýrra kennara, leiðbeinenda og prófdómara, við meistaranámsnefnd
  • Greiðir fyrir samstarfi, hlúir að tengslaneti vegna námsins og heldur utan um kennarahópinn
  • Svarar eða kemur áfram öllum spurningum er varða faglega þætti meistaranámsins
  • Hefur yfirlit yfir námsframgang nemenda, bæði í námskeiðum og þegar kemur að vinnu við lokaritgerðir
  • Hefur umsjón með námsmatsferli lokaritgerða, þar með talið kynningum (fyrirlestrum) og vörnum