Fagstjóri

Dr. Catherine Chambers er fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hún er með doktorspróf frá University of Alaska Fairbanks, meistarapróf í dýrafræði frá University of Southern Illinois og bakkalárpróf frá Drake University í umhverfisfræði. Doktorsritgerð hennar, Fisheries managment and fishing livelihoods in Iceland, fjallar um fiskveiðistjórnun og afkomu af fiskveiðum á Íslandi. Verkefnið var hluti af þverfaglega verkefninu „Marine Ecosystem Sustainability in the Arctic and Subarctic“ sem var stutt af US National Science Foundation.

Rannsóknir Catherine snúa einkum að fiskveiðistjórnun, strandbyggðum og félagsvistfræðikerfum á norðurslóðum. Meðal rita eftir Catherine má nefna greinina „Thirty years after privatization: A survey of Icelandic small-boat fishermen“ auk greina á sviði líffræði og dýrafræði. Einnig hefur hún gefið út grein þar sem lögð eru drög að nýjum viðmiðum við kennslu á hugtökum þverfræðilegra nálgunar og sjálfbærrar þróunar á háskólastigi.

Bakgrunnur Catherine er breiður og hefur hún bæði þekkingu á megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum.

Fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun hefur eftirfarandi hlutverk:

  • Fagleg umsjón með meistaranáminu, utanumhald og samræming námsskrár
  • Tengiliður milli meistaranámsnefndar, starfsfólks Háskólaseturs og nemenda í haf- og strandsvæðastjórnun
  • Leggur til ráðningar nýrra kennara, leiðbeinenda og prófdómara, við meistaranámsnefnd
  • Greiðir fyrir samstarfi, hlúir að tengslaneti vegna námsins og heldur utan um kennarahópinn
  • Svarar eða kemur áfram öllum spurningum er varða faglega þætti meistaranámsins
  • Hefur yfirlit yfir námsframgang nemenda, bæði í námskeiðum og þegar kemur að vinnu við lokaritgerðir
  • Hefur umsjón með námsmatsferli lokaritgerða, þar með talið kynningum (fyrirlestrum) og vörnum