Fagstjóri

Dr. Brack Hale er fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Hann er með doktorspróf í landnýtingu frá Wisconsin-Madison háskólanum í Bandaríkjunum, M.E.M. gráðu í vatnsnýtingu frá Duke háskóla og bakkalárgráðu í samanburðarlandfræði frá sama skóla. Hann var áður prófessor í líf- og umhverfisfræði og deildarstjóri raun- og heilsuvísinda við Franklin háskólann í Sviss.

Brack Hale hefur átt í margvíslegu samstarfi við Háskólasetrið frá árinu 2010, dvaldi hér í rannsóknarleyfi árið 2017 og hefur komið reglulega með nemendahópa frá Sviss í vettvangsnám á Vestfjörðum. Dr. Hale hefur störf 1. janúar 2023 en þangað til svara kennslustjóri og fagstjóri sjávarbyggðafræða fyrirspurnum fyrir hans hönd.

Fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun hefur eftirfarandi hlutverk:

  • Fagleg umsjón með meistaranáminu, utanumhald og samræming námsskrár
  • Tengiliður milli meistaranámsnefndar, starfsfólks Háskólaseturs og nemenda í haf- og strandsvæðastjórnun
  • Leggur til ráðningar nýrra kennara, leiðbeinenda og prófdómara, við meistaranámsnefnd
  • Greiðir fyrir samstarfi, hlúir að tengslaneti vegna námsins og heldur utan um kennarahópinn
  • Svarar eða kemur áfram öllum spurningum er varða faglega þætti meistaranámsins
  • Hefur yfirlit yfir námsframgang nemenda, bæði í námskeiðum og þegar kemur að vinnu við lokaritgerðir
  • Hefur umsjón með námsmatsferli lokaritgerða, þar með talið kynningum (fyrirlestrum) og vörnum