Landbúnaðarháskóli Íslands skólaárið 2016-2017

Háskólanám
BS- prófs á fimm námsbrautum: búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði/landgræðslu og umhverfisskipulagi (fornám að landslagsarkitektúr)

Fjórar af fimm háskólabrautum, búvísindi, hestafræði, skógfræði og landgræðsla og náttúru- og umhverfisfræði bjóða upp á fjarnámslausnir í BS og að hluta til í MS námi. Nemendur þurfa þó ávallt að mæta í verklega kennsluá Hvanneyri tvisvar til þrisvar á hverri stuttönn.

Starfsmenntanám
Blómaskreytingar, búfræði, garðyrkjuframleiðsla, skógur/umhverfi og skrúðgarðyrkja.

Fjarnám
Boðið er að hluta til upp á fjarnám á fimm starfsmenntabrautum: blómaskreytingar, búfræðibraut, garðyrkjuframleiðsla, skrúðgarðyrkja og skógur/umhverfi.

Við LbhÍ eru þrjár deildir: Auðlindadeild, Umhverfisdeild, og Starfs- og endurmenntunardeild.

Fyrirspurnir sendist til: alfheidur(hja)lbhi.is
Umsóknarfrestur: 4. júní 

Allar upplýsingar um fjarnám er að finna á heimasíðu LbhÍ.