Gistimöguleikar í tengslum við staðarlotur

Úrval af gististöðum er í bænum, hótel, gistiheimili og íbúðir. Allir gististaðir sem hér eru nefndir eiga það sameiginlegt að þeir eru staðsettir á Eyrinni á Ísafirði og því í göngufæri við Háskólasetur Vestfjarða og við þjónustu. Það skal þó tekið fram að margir aðrir kostir eru í boði á nærsvæðinu. Bendum þeim sem vilja kanna þessa möguleika á vef Upplýsingamiðstöðvar Vestfjarða, www.westfjords.is

Hótel Ísafjörður
Þriggja stjörnu hótel við Silfurtorgið, í hjarta bæjarins. Öll herbergi með baði og morgunverði. 
Bókanir og upplýsingar: sími 456-4111, lobby@hotelisafjordur.is - www.hotelisafjordur.is

Gamla Gistihúsið
Gamla gistihúsið er 2ja stjarna gistiheimili í miðbæ Ísafjarðar. Boðið er upp á gistingu í uppbúnum rúmum í Mánagötu 5 og í svefnpokagistingu í Mánagötu 1. 

Mánagata 5:
Gistingu í uppbúnum rúmum með morgunverði. Herbergin eru með handlaug og tölvutengingu. Baðherbergi eru á gangi.

Mánagata 1:
Hópar geta leigt Mánagötu 1 og haft húsið útaf fyrir sig, með eldunaraðstöðu og öllu tilheyrandi. Morgunmatur er ekki innifalinn en fæst keyptur.

Bókanir og upplýsingar: Sími 456 4146 - gistihus@gistihus.is - www.gistihus.is

Gistiheimili Áslaugar og Faktorshúsið í Hæstakaupstað
Gistiheimili Áslaugar er staðsett við Austurvöll, við hliðina á sundhöll Ísafjarðar. Boðið er upp á gistingu í herbergjum og í íbúð í einu af elstu húsum bæjarins, Faktorshúsinu í Hæstakaupstað, anno 1788.

Gistiheimilið:
Öll herbergi með handlaug, aðgang að eldhúsi. Baðherbergi á gangi. Hægt að fá aðgang að interneti.

Faktorshúsið:
Lítil íbúð/herbergi með sér baði og eldunaraðstöðu. Uppbúin rúm; 2-4 fullorðnir geta gist í 2 rúmum. Húsið er "heitur reitur". Velbúið, í gömlum stíl með nútíma þægindum.

Bókanir og upplýsingar: sími 899-0742, gistias@snerpa.is

Litla Gistihúsið
Staðsett á horninu Sundstræti/Austurveg. Boðið upp á uppbúin rúm með aðgangi að baðherbergi og eldhúsi.
Bókanir og upplýsingar: sími 474-1455 - reginasc@simnet.is - www.guesthouselitla.is

Fleiri gistimöguleika má finna á fyrrnefndri heimasíðu www.westfjords.is