Vísindaport að sumri: Vinna við straumfræðilíkan af Skutulsfirði

Þó Vísindaport væri almennt í sumarfrí eru rannsóknarnemar frá SeaTech Toulon við vinnu í Háskólasetri ásamt leiðbeinenda sínum, Birni Erlingssyni. Þeir vinna meðal annars við að byggja upp straumalíkan fyrir Skutulsfjörð sem nota má við hermun á sjávarstraumum og vatnsgæðum. Þeir munu kynna helstu niðurstöður og afrakstur vinnunar föstudaginn 27.07.2018 í hádeginu, kl. 12:10, á venjulegum Vísindaportstíma.

 

Rannsóknarnemendur við mælingar í Skutulsfirði. Ekki amalegt, þetta rannsóknarskip en greinilega erfitt að ná ölllum á myndina.
Rannsóknarnemendur við mælingar í Skutulsfirði. Ekki amalegt, þetta rannsóknarskip en greinilega erfitt að ná ölllum á myndina.

New York Times nemendaleiðangur

Í dag komu í heimsókn í Háskólasetrið hópur 17 bandarískra menntaskólanemenda og kennarar þeirra Patrick Hagarty and Steph Yin. Þessi hópur er á vegum New York Times. Hópurinn er á ferð um Vestfirði til þess að kynna sér endurnýjanlega orku og áhrif loftlagsbreytinga á strjálbýl norðlæg svæði. Yfirskrift leiðangursins er; New York Times Student Journey - Iceland: Energy & Climate Change at the Arctic Circle. 

Tíu ára endurfundahópur SIT hitti núverandi vettvangsskóla á Ísafirði

Þótt Háskólasetur Vestfjarða sé ekki gömul stofnun eru ýmsir þættir í starfseminni orðnir rótgrónir. Þar á meðal eru árvissar heimsóknir vettvangsskóla School for International Training þar sem fjallað er um endurnýjanlega orkugjafa. Svo skemmtilega vildi á dögunum að hópur nemenda sem komu hingað í slíka ferð sumarið 2008 blés til endurfunda á Vestfjörðum í tilefni þess að tíu ár voru liðin frá dvöl þeirra. Ekki skemmdi fyrir að á sama tíma var vettvangsskóli SIT 2018 staddur á Ísafirði.

Tíu ára endurfundanemendur ásamt nemendum vettvangsskólans 2018.
Tíu ára endurfundanemendur ásamt nemendum vettvangsskólans 2018.

Sjávarbyggðafræði frestast um eitt ár

Þann áttunda mars síðastliðinn barst Háskólasetrinu sú ánægjulega frétt að mennta- og menningarmálaráðuneytið myndi styðja við nýja námsleið í Sjávarbyggðafræði sem Háskólasetur Vestfjarða býður upp á í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Þar með var óvissa um námsleiðina úr sögunni. Þegar grænt ljós kom frá ráðuneytinu í mars var tíminn af skornum skammti til að afla nemenda í glænýtt meistaranám á Vestfjörðum, jafnvel þótt síðasti mögulegi umsóknarfrestur, 5. júní, hafi verið nýttur. Námið hafði vissulega fengið mjög jákvæð viðbrögð og fjöldi fyrirspurna borist en á þeim stutta tíma sem gafst tókst hinsvegar ekki að fá ástættanlegan lágmarksfjölda til að fara af stað með námsleiðina nú haustið 2018. 

Útskriftarnemi hlýtur National Geographic styrk

Briana Bambic, sem útskrifast síðar í mánuðinum úr meistaranáminu í haf- og strandsvæðatjórnun, hlaut nýverið styrk frá National Geographic. Styrkurinn er ætlaður til að veita ungu fólki tækifæri til að leiða verkefni. Hluti af lokaverkefni Briönu í meistaranáminu byggði á því að skapa sýndarveruleika sem gerir áhorfendum kleift að upplifa breytingar á kóralrifjum í Belís undanfarin 40 ár.

Briana Bambic hlaut nýverið styrk frá National Geographic til að vinna framhaldsvinnu við meistaraprófsverkefni sitt.
Briana Bambic hlaut nýverið styrk frá National Geographic til að vinna framhaldsvinnu við meistaraprófsverkefni sitt.
Eldri færslur