Háskólasetrið og norðurslóðir

Háskólasetur Vestfjarða er staðset við jaðar Norðurskautsins, 66.0611° N, 23.1889°, það þarf því ekki að koma á óvart að málefni norðurslóða eru sameiginlegur þráður í báðum meistaranámsleiðum Háskólaseturs, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun. Síðastliðinn september skipulagði Catherine Chambers, fagstjóri meistaranámsins við Háskólasetrið, málstofu um sjávarútveg og sjávareldi á norðurslóðum á vísindaráðstefnu Norðurslóðaháskólans sem fram fór í Oulu í Finnlandi. 

Meðal þátttakenda á UArctic ráðstefnunni í Oulu voru ýmsir sem tengjast Háskólasetrinu. Frá vinstri: Dr. Pat Maher, Cape Breton University kennari við Haf- og strandsvæðastjórnun; Dr. Barry Costa-Pierce, University of New England, prófdómari meistaraverkefna við Háskólasetur; Ögmundur Knútsson, HA, meðlimur í meistaranámsnefnd; Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Rannsóknamiðstöðvar HA; Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms við Háskólasetrið; og dr. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.
Meðal þátttakenda á UArctic ráðstefnunni í Oulu voru ýmsir sem tengjast Háskólasetrinu. Frá vinstri: Dr. Pat Maher, Cape Breton University kennari við Haf- og strandsvæðastjórnun; Dr. Barry Costa-Pierce, University of New England, prófdómari meistaraverkefna við Háskólasetur; Ögmundur Knútsson, HA, meðlimur í meistaranámsnefnd; Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Rannsóknamiðstöðvar HA; Catherine Chambers, fagstjóri meistaranáms við Háskólasetrið; og dr. Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.

Horft um öxl: Vel heppnuð CoastGIS2018 ráðstefna

Dagana 27.-28. september breyttist Ísafjörður í sannakallaðan ráðstefnubæ þegar alþjóðlega ráðstefnan CoastGIS2018 fór fram. Þótt nú sé liðin rúm vika frá viðburðinum er rétt að rifja upp þessa vel heppnuðu ráðstefnu og um leið koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem gerðu okkur kleift að framkvæma hana.

Astrid Fehling átti veg og vanda að framkvæmd ráðstefnunnar.
Astrid Fehling átti veg og vanda að framkvæmd ráðstefnunnar.
1 af 2

Alþjóðleg GIS ráðstefna á Ísafirði

Háskólasetur Vestfjarða vinnur að undirbúningi alþjóðlegrar ráðstefnu CoastGIS sem haldin verður á Ísafirði dagana 27.- 29. september 2018. Háskólasetrið er gestgjafi ráðstefnunnar í ár en þetta er í þrettánda sinn sem hún er haldin. Markmið ráðstefnunnar er að miðla þekkingu, hugmyndum og reynslu af notkun gagna og upplýsingatækni til að öðlast betri þekkingu á stjórnun strandsvæða og auðlindum þeirra.

Íslenskunámskeið í fimm vikur

Undanfarnar tæpar fimm vikur hafa staðið yfir íslenskunámskeið við Háskólasetur Vestfjarða eins og hefð er fyrir í ágúst. Námskeiðin hófust þann 30. júlí síðastliðinn og voru bæði í boði byrjendanámskeið sem og framhaldsnámskeið. Að þessu sinni hafa yfir sextíu manns sótt námskeiðin ef með er talið vikunámskeið sem fram fór í maí.

Hópur nemenda á byrjendanámskeiðunum tveimur ásamt kennurum og starfsfólki Háskólaseturs.
Hópur nemenda á byrjendanámskeiðunum tveimur ásamt kennurum og starfsfólki Háskólaseturs.

Tilkynning um breytingar á póstþjóni

Vegna breytinga á póstþjóni geta nemendur og starfsmenn Háskólaseturs ekki lengur nálgast vefpóstinn sinn í gegnum Snerpu. Framvegis notum við G Suite.

Eldri færslur