Íslenskunámskeiðin ellefta árið í röð

Íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða fyrir útlendinga standa nú yfir og eru þátttakendur í ár hátt í 70 talsins. Þetta er ellefta árið í röð sem Háskólasetrið býður upp á slík námskeið og eru þau fyrir löngu orðin rótgróinn liður í starfsemi setursins.

Hluti nemenda, kennara og starfsfólks íslenskunámskeiðanna samankominn í portinu á Vestrahúsinu í liðinni viku, þar sem Háskólasetrið er til húsa.
Hluti nemenda, kennara og starfsfólks íslenskunámskeiðanna samankominn í portinu á Vestrahúsinu í liðinni viku, þar sem Háskólasetrið er til húsa.

Fagstjóri Háskólaseturs birtir grein um fiskveiðistjórnun á Íslandi

Fagstjóri Háskólaseturs í Haf- og strandsvæðastjórnun, dr. Catherine Chambers, fékk nýlega birta grein í fagtímaritinu Coastal Management þar sem fjallað er um hvernig útgerðin á Íslandi getur tekið félagsvísindin sér til aðstoðar við ákvarðanatöku.

Stelpur og tækni

Um 30 stelpur úr öllum 9. bekkjum grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum hafa í dag tekið þátt í verkefni á Ísafirði á vegum Háskólans í Reykjavík sem kallast „Stelpur og tækni“. Verkefnið fer m.a. fram í Háskólasetri Vestfjarða í tengslum við alþjóðlegan dag stelpna í tækni, „Girls in ICT Day“ en sá dagur var haldinn hátíðlegur í þriðja sinn um heim allan 27. apríl s.l.

Hluti stelpnanna úr 9. bekkjum á norðanverðum Vestfjörðum niðursokknar í tölvuna í vinnustofunni í Háskólasetrinu í morgun á vegum verkefnisins
Hluti stelpnanna úr 9. bekkjum á norðanverðum Vestfjörðum niðursokknar í tölvuna í vinnustofunni í Háskólasetrinu í morgun á vegum verkefnisins "Stelpur og tækni".

Skoðanakönnun: Menning við sjávarsíðuna og staðarvitund

Hvernig tölum við um hafið? Hvernig horfir hafið við okkur á tímum ferðamennsku og fiskeldis? Kemur hafið fyrir í kennsluskrám skóla? Eru svörin við þessum spurningum ólík í mismunandi löndum, eða er þetta svipað um allan heim?

Tengsl okkar við hafið taka breytingum í áranna rás. Rannsóknarverkefninu er ætlað að menningu við sjávarsíðuna og staðarvitund. Myndin er frá Drangsnesi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Tengsl okkar við hafið taka breytingum í áranna rás. Rannsóknarverkefninu er ætlað að menningu við sjávarsíðuna og staðarvitund. Myndin er frá Drangsnesi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.

Ískönnunarvélar til sýnis á Ísafjarðarflugvelli

Twin-Otter flugvélin bandaríska, sem flýgur í rannsóknarskyni frá Ísafirði þessa dagana hefur vakið athygli margra bæjarbúa. Mánudaginn 8. maí bætist svo flugvél Landhelgisgæslunnar við í sínu árlega ískönnunarflugi. Í tilefni þess að flugvélarnar tvær verða staddar á Ísafirði er almenningi boðið að skoða þær á mánudag kl. 18:00 (eftir brottför áætlunarflugs) og fræðast um vélarnar og verkefni þeirra frá fyrstu hendi.

Twin Otter rannsóknarflugvélin sem gerir út frá Ísafjarðarflugvelli þessa dagana verður til sýnist ásamt flugvél Landhelgisgæslunnar á Ísafjarðarflugvelli 8. maí.
Twin Otter rannsóknarflugvélin sem gerir út frá Ísafjarðarflugvelli þessa dagana verður til sýnist ásamt flugvél Landhelgisgæslunnar á Ísafjarðarflugvelli 8. maí.
1 af 2
Eldri færslur