Framhaldsnámskeið í íslensku í dymbilvikunni

Á föstudaginn langa lauk formlega framhaldsnámskeiði í íslensku fyrir útlendinga á stigi B2 sem Háskólasetrið hélt í dymbilvikunni. Margt var haft fyrir stafni á þessum fimm dögum sem námskeiðið varði þótt segja megi að hluti námskeiðsins, fyrir suma, hafi verið að mæta á Aldrei fór ég suður og hafi því námskeiðið dregist fram á sunnudag.

Námskeiðinu lauk formlega síðastliðinn föstudag með heimsókn til Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs sem býr á Selaból í Önundarfirði.
Námskeiðinu lauk formlega síðastliðinn föstudag með heimsókn til Peter Weiss forstöðumanns Háskólaseturs sem býr á Selaból í Önundarfirði.
1 af 2

Háskólasetrið og Aurora Arktika taka upp samstarf

Nýverið skrifuðu Háskólasetur Vestfjarða og ferðaþjónustufyrirtækið Aurora Arktika undir samstarfsyfirlýsingu.

Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Inga Fanney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Aurora Arktika og Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða.
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs, Inga Fanney Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Aurora Arktika og Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða.

Þátttaka í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög

Tveir starfsmenn Háskólaseturs taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar. Nefndin var skipuð af umhverfisráðherra og hefur það verkefni að vinna  vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á náttúrufar og samfélag á Íslandi.

Dr. Catherine Chambers og dr. Matthias Kokorsch taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar.
Dr. Catherine Chambers og dr. Matthias Kokorsch taka þátt í málstofu um aftakaveður og áhrif þess á sjávarútvegs- og strandsamfélög á vegum Vísindanefndar um loftslagsbreytingar.

Orkuskipti smábátaflotans

Nýverið hlaut Háskólasetur Vestfjarða styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar fyrir rannsóknarverkefni um orkuskipti smábátaflotans. Verkefnið kallast „Félagslegar og hagrænar hliðar orkuskipta smábátaflotans.“ Verkefninu stýrir dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóri Háskólasetursins sem hefur mikla reynslu af rannsóknum á smábátaveiðum og sjávarbyggðum.

Breytingar í starfsmannahópi Háskólaseturs

Dr. Verónica Méndez Aragón, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og einbeita sér alfarið að rannsóknum. Hún lætur af störfum í sumar en mun fram að því gegna öllum starfsskyldum fagstjóra.

Dr. Verónica Méndez Aragón, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og einbeita sér alfarið að rannsóknum.
Dr. Verónica Méndez Aragón, fagstjóri meistaranámsins í haf- og strandsvæðastjórnun, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu og einbeita sér alfarið að rannsóknum.
Eldri færslur