Framhaldsnámskeið í íslensku í dymbilvikunni
Á föstudaginn langa lauk formlega framhaldsnámskeiði í íslensku fyrir útlendinga á stigi B2 sem Háskólasetrið hélt í dymbilvikunni. Margt var haft fyrir stafni á þessum fimm dögum sem námskeiðið varði þótt segja megi að hluti námskeiðsins, fyrir suma, hafi verið að mæta á Aldrei fór ég suður og hafi því námskeiðið dregist fram á sunnudag.